Breytt félagsgjöld

Á aðalfundi samtakanna var samþykkt að hækka félagsgjöld úr 3.500 krónum í 3.800 krónur.

Ástæða hækkunarinnar er sú að gjöldin hafa nánast ekkert breyst frá stofnun samtakanna og þótti eðlilegt í takt við verðbólgu og hækkanir sem hafa átt sér stað undanfarinn áratug. Við vonum að þessi hækkun komi ekki að sök.

Í kjölfarið var sett fram tvær mismunandi leiðir fyrir félagsfólk til þess að taka styrkja samtökin, sjá nánar HÉR

Takk fyrir að styrkja samtök um endómetríósu! 

Aðrar fréttir

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2023

Nú er búið að loka fyrir áheitasöfnnun á hlauparana okkar í Reykjavíkurmaraþoninu. Við erum orðlausar yfir öllu fólkinu sem hljóp fyrir okkur en samtals fóru 33 hlauparar af stað fyrir hönd Endósamtakanna. Þetta er stærsta árið okkar til þessa og við springum út stolti! Eins slógum við met í söfnuninni sem er okkur algjörlega ómetanlegt.

Lesa meira »