Heimsókn til Elizu Reid, forsetafrúar.

Eliza hrósaði samtökunum fyrir öflugt starf og sagði að hér væri greinilega um að ræða samhent og virkt samfélag.
Eliza hrósaði samtökunum fyrir öflugt starf og sagði að hér væri greinilega um að ræða samhent og virkt samfélag.

Eliza Reid, forsetafrú, tók á móti stjórn og framkvæmdastjóra Endósamtakanna á Bessastöðum á dögunum. Þar fékk hún að gjöf Endópokann 2024, sem var framleiddur og seldur í tilefni af Endómars, sem er alþjóðlegur mánuður tileinkaður vitundarvakningu um Endómetríósu.

Fulltrúar samtakanna og forsetafrúin áttu gott og einlægt samtal um sjúkdóminn, samtökin og þær áskoranir sem einstaklingar með endómetríósu standa frammi fyrir í daglegu lífi. Við hjá Endósamtökunum fengum einnig tækifæri til að segja forsetafrúnni frá því magnaða samfélagi er á bakvið Endósamtökin, félagsmeðlimum samtakanna, sem taka þátt í öllum viðburðum, í réttindabaráttunni og í að auka þekkingu íslensks samfélags á sjúkdómnum.

Eliza hrósaði samtökunum fyrir öflugt starf og sagði að hér væri greinilega um að ræða samhent og virkt samfélag.

Við þökkum Elizu fyrir hlýjar mótttökur og mikinn áhuga á starfinu og vonum að Endópokinn veiti gleði og gagn á Bessastöðum.

Endópokinn er til sölu í vefverslun samtakanna.

Aðrar fréttir

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2023

Nú er búið að loka fyrir áheitasöfnnun á hlauparana okkar í Reykjavíkurmaraþoninu. Við erum orðlausar yfir öllu fólkinu sem hljóp fyrir okkur en samtals fóru 33 hlauparar af stað fyrir hönd Endósamtakanna. Þetta er stærsta árið okkar til þessa og við springum út stolti! Eins slógum við met í söfnuninni sem er okkur algjörlega ómetanlegt.

Lesa meira »