Samtök um endómetrósu á Íslandi

Samtök um endómetríósu veita stuðning, uppfræða samfélagið um sjúkdóminn
og stuða að auknum skilningi og bættri heilbrigðisþjónustu fyrir það fólk sem við hann glímir.

Markmið og starfsemi

Samtök um endómetríósu voru stofnuð í október árið 2006. Meginmarkmið Samtaka um endómetríósu er að veita fólki með endómetríósu og aðstandendum þeirra stuðning og fræðslu, auk þess að fræða félagsfólk, almenning, heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisyfirvöld um endómetríósu. Þá vilja samtökin efla tengsl milli fólks með endómetríósu og heilbrigðisstarfsfólks/yfirvalda og stuðla að bættri þjónustu við fólk með endómetríósu og almennt vinna að bættum hag þeirra.

Starfsemi Samtaka um endómetríósu er þríþætt:

  1. Ýmis þjónusta og stuðningur við félagsfólk samtakanna.
  2. Fræðsla um endómetríósu.
  3. Vinna að langtímamarkmiðum samtakanna. Starfa með öðrum félagasamtökum hér á landi sem erlendis, að sameiginlegum markmiðum og starfa með heilbrigðisstarfsfólki og yfirvöldum að umbótum í þágu fólks með endómetríósu.

Skrifstofan

Skrifstofa samtakanna í Setrinu Hátúni 10 er opin samkvæmt auglýsingu á facebook síðu samtakanna. Ef þig vantar upplýsingar bendum við á samfélagsmiðla samtakanna og endo@endo.is Í Setrinu er líka aðstaða til fundahalds og þar hittast félagar reglulega á fundum og alls konar uppákomum. 

Framkvæmdastýra samtakanna er Guðfinna Birta Valgeirsdóttir (er í leyfi). Hægt er að nálgast hana beint á endo@endo.is eða í síma 8974010.

Nýjustu fréttir