
Fyrsta úthlutun Elsusjóðs
Þann 29. Júní fór fram fyrsta úthlutun úr Elsusjóði. Styrkir úr Elsusjóði eru veittir einstaklingum sem stunda háskólanám og eru með endómetríósu.
Samtök um endómetríósu veita stuðning, uppfræða samfélagið um sjúkdóminn
og stuða að auknum skilningi og bættri heilbrigðisþjónustu fyrir það fólk sem við hann glímir.
Samtök um endómetríósu voru stofnuð í október árið 2006. Meginmarkmið Samtaka um endómetríósu er að veita fólki með endómetríósu og aðstandendum þeirra stuðning og fræðslu, auk þess að fræða félagsfólk, almenning, heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisyfirvöld um endómetríósu. Þá vilja samtökin efla tengsl milli fólks með endómetríósu og heilbrigðisstarfsfólks/yfirvalda og stuðla að bættri þjónustu við fólk með endómetríósu og almennt vinna að bættum hag þeirra.
Skrifstofa samtakanna í Setrinu Hátúni 10 er opin samkvæmt auglýsingu á facebook síðu samtakanna. Ef þig vantar upplýsingar bendum við á samfélagsmiðla samtakanna og endo@endo.is Í Setrinu er líka aðstaða til fundahalds og þar hittast félagar reglulega á fundum og alls konar uppákomum.
Starfsmaður samtakanna er Guðfinna Birta Valgeirsdóttir (er í leyfi). Hægt er að nálgast hana beint á skrifstofa@endo.is
Þann 29. Júní fór fram fyrsta úthlutun úr Elsusjóði. Styrkir úr Elsusjóði eru veittir einstaklingum sem stunda háskólanám og eru með endómetríósu.
Þann 15-18. júní síðastliðin fóru samtökin fóru á ráðstefnu til Bordeaux í Frakklandi sem haldin var af European Endometriosis Congress.
Á aðalfundi samtakanna var samþykkt að hækka félagsgjöld úr 3.500 krónum í 3.800 krónur. Ástæða hækkunarinnar er sú að gjöldin hafa nánast ekkert breyst frá