Það er mjög mikilvægt að fylgjast með verkjum og einkennum ef þig grunar að þú sért með endómetríósu.
Dagbókin, sem er sett upp sem ein vika, mun halda utan um miklvægar upplýsingar fyrir þig og kvensjúkdómalækninn þinn
og gæti hjálpað til við að fá greiningu.
Hér er hægt að nálgast Verkja- og einkennadagbókina
Það er mikilvægt að undirbúa sig vel fyrir læknisheimsókn til að vera viss um að læknirinn fái þær upplýsingar sem skipta máli. Hafðu þetta skjal með þér í læknistímann til þess að þú gleymir ekki mikilvægum upplýsingum.
Hér er Undirbúningsblað fyrir læknisheimsókn
Hér er bæklingur sem samtökin gáfu út 2020. Hægt er að nálgast prentuð eintök á skrifstofu samtakanna. Eins er hægt að senda tölvupóst og fá hann í bréfpósti.
Bæklinginn má nálgast hér!