Hátíðarvörur Endósamtakanna komnar í sölu

Sala á jólavörunum okkar eru mikilvægur partur í því að afla fjármagns fyrir starf samtakanna, sem felur í sér hagsmunabaráttu og vitundarvakningu ásamt því að halda úti öflugu stuðningsstarfi fyrir meðlimi samtakanna.
Sala á jólavörunum okkar eru mikilvægur partur í því að afla fjármagns fyrir starf samtakanna, sem felur í sér hagsmunabaráttu og vitundarvakningu ásamt því að halda úti öflugu stuðningsstarfi fyrir meðlimi samtakanna.

Hátíðarvörur Endósamtakanna

Við hjá Endósamtökunum höfum hafið sölu á hátíðarvörunum okkar.  Sala á jólavörunum okkar eru mikilvægur partur í því að afla fjármagns fyrir starf samtakanna, sem felur í sér hagsmunabaráttu og vitundarvakningu ásamt því að halda úti öflugu stuðningsstarfi fyrir meðlimi samtakanna.

Í ár kynnum við tvær nýjar vörur:

Gleði-leg jól merkmimiðar.
Hönnun merkimiðana er undir áhrifum af hugverki listakonunnar Ásgerðar
Heimisdóttur. Með því að kaupa þessa merkimiða aðstoðar þú okkur við að standa
við bakið á meðlimum Endósamtakanna. Saman erum við sterkari!

Merkimiðarnir koma 5 saman í pakka. 

Gjafapappír
Gjafapappírinn er sérstaklega skemmtilegur og hentar við öll tilefni, ekki bara jól.
Myndin á gjafapappírnum hefur einnig prýtt Endópeysurnar vinsælu og gefur pökkunum í ár „attitúd-ið“ sem þeir eiga skilið.

Gjafapappírinn er í 50x70cm örkum, og eru seldar 6 arkir saman; 3 fjólubláar og 3 hvítar.

Við bjóðum einnig upp á jólapakka, þar sem við setjum saman gjafapappír, merkimiða og fallegu servíetturnar okkar.

Aðrar fréttir

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2023

Nú er búið að loka fyrir áheitasöfnnun á hlauparana okkar í Reykjavíkurmaraþoninu. Við erum orðlausar yfir öllu fólkinu sem hljóp fyrir okkur en samtals fóru 33 hlauparar af stað fyrir hönd Endósamtakanna. Þetta er stærsta árið okkar til þessa og við springum út stolti! Eins slógum við met í söfnuninni sem er okkur algjörlega ómetanlegt.

Lesa meira »