Hátíðarvörur Endósamtakanna
Við hjá Endósamtökunum höfum hafið sölu á hátíðarvörunum okkar. Sala á jólavörunum okkar eru mikilvægur partur í því að afla fjármagns fyrir starf samtakanna, sem felur í sér hagsmunabaráttu og vitundarvakningu ásamt því að halda úti öflugu stuðningsstarfi fyrir meðlimi samtakanna.
Í ár kynnum við tvær nýjar vörur:
Gleði-leg jól merkmimiðar.
Hönnun merkimiðana er undir áhrifum af hugverki listakonunnar Ásgerðar
Heimisdóttur. Með því að kaupa þessa merkimiða aðstoðar þú okkur við að standa
við bakið á meðlimum Endósamtakanna. Saman erum við sterkari!
Merkimiðarnir koma 5 saman í pakka.
Gjafapappír
Gjafapappírinn er sérstaklega skemmtilegur og hentar við öll tilefni, ekki bara jól.
Myndin á gjafapappírnum hefur einnig prýtt Endópeysurnar vinsælu og gefur pökkunum í ár „attitúd-ið“ sem þeir eiga skilið.
Gjafapappírinn er í 50x70cm örkum, og eru seldar 6 arkir saman; 3 fjólubláar og 3 hvítar.
Við bjóðum einnig upp á jólapakka, þar sem við setjum saman gjafapappír, merkimiða og fallegu servíetturnar okkar.