Stuðningshópur fyrir ungt fólk með endó – hefst í febrúar!

Markmið hópsins er að styðja við ungt fólk með endó og að þátttakendur kynnist öðrum á sama aldri sem einnig glíma við sjúkdóminn.
Markmið hópsins er að styðja við ungt fólk með endó og að þátttakendur kynnist öðrum á sama aldri sem einnig glíma við sjúkdóminn.

Auglýsum eftir þátttakendum í stuðningshóp fyrir ungt fólk með endó!

Ert þú á aldrinum 18-25 ára og ert með endómetríósu?

Við auglýsum eftir þátttakendum í stuðnings- og fræðsluhóp á vegum Endósamtakanna. Hópurinn mun hittast í 6 skipti, á þriðjudögum frá kl 17-18:30 í Sigtúni 42 frá og með þriðjudeginum 27. febrúar.

Oddný Jónsdóttir, félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur, leiðir hópinn ásamt Lilju Guðmundsdóttur, félagsráðgjafa og formanni Endósamtakanna. Markmið hópsins er að styðja við ungt fólk með endó og að þátttakendur kynnist öðrum á sama aldri sem einnig glíma við sjúkdóminn. Þátttaka í stuðningshópnum er gjaldfrjáls, en skilyrði að þátttakandi eða forráðamaður sé félagi í Endósamtökunum.

Unnið verður út frá núvitund og samkenndarnálgun: 

  • Að mæta tilfinningu okkar af forvitni og án þess að dæma.
  • Að mæta okkur af hlýju og mildi til þess að takast á við áskoranir lífsins.
  • Að taka ábyrgð á eigin líðan, heilsu og velferð með aðferðum núvitundar og samkenndar. 
  • Einnig verður lögð áhersla á fræðslu og samtal um endómetríósu.

Fjöldi þátttakenda: 8-10.

Uppbygging: Samtals 6 skipti, 90 mínútna hittingar.

Skráning fer fram í gegnum netfangið oddny@emdrstofan.is og endo@endo.is.

Aðgengi
Hóparnir fara fram í Mannréttindahúsinu í Sigtúni 42. Þar er mjög gott aðgengi fyrir hreyfihamlað fólk að öllum rýmum, þar með talið að salerni. 

Ef þú hefur fyrirspurn um aðgengi eða þarft sértækan stuðning til að geta tekið þátt, endilega hafðu samband á endo@endo.is.

Aðrar fréttir