Anna Margrét nýr framkvæmdastjóri Endósamtakanna

Anna Margrét Hrólfsdóttir tekur við sem framkvæmdastjóri Endósamtakanna þann 1. október næstkomandi.
Anna Margrét Hrólfsdóttir tekur við sem framkvæmdastjóri Endósamtakanna þann 1. október næstkomandi.

Anna Margrét Hrólfsdóttir tekur við sem framkvæmdastjóri Endósamtakanna þann 1. október næstkomandi. Anna Margrét hefur yfirgripsmikla reynslu og þekkingu af störfum í þriðja geiranum sem og við markþjálfun og ráðgjöf. Hún hefur meðal annars starfað sem fjáröflunarstýra hjá UNICEF og verkefnastjóri upplýsingar-, kynningar og gæðamála hjá Þroskahjálp. 

Anna Margrét tekur við starfi af Guðfinnu Birtu Valgeirsdóttur sem hefur starfað fyrir samtökin síðastliðin 3 ár. 

Við bjóðum Önnu Margréti hjartanlega velkomna til starfa!

Aðrar fréttir

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2023

Nú er búið að loka fyrir áheitasöfnnun á hlauparana okkar í Reykjavíkurmaraþoninu. Við erum orðlausar yfir öllu fólkinu sem hljóp fyrir okkur en samtals fóru 33 hlauparar af stað fyrir hönd Endósamtakanna. Þetta er stærsta árið okkar til þessa og við springum út stolti! Eins slógum við met í söfnuninni sem er okkur algjörlega ómetanlegt.

Lesa meira »