Aðalfundur Endósamtakanna 2023

Aðalfundur Endósamtakanna verður haldinn kl. 20 þann 25. apríl nk. í nýju húsnæði samtakanna að Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Hlekkur á streymi frá fundinum verður sent á félaga samtakanna í tölvupósti og hægt verður að taka þátt í fundinum og kjósa rafrænt.
 
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
Val á fundarstjóra, fundarritara og atkvæðateljara.
Skýrsla stjórnar.
Samþykkt reikninga samtakanna.
Lagabreytingar.
Stjórnarkjör.
Önnur mál.
 
Kosið verður um embætti varaformanns og gjaldkera. Núverandi varaformaður og gjaldkeri gefa áfram kost á sér en meðlimir samtakanna geta tilkynnt um framboð í embætti í tölvupósti til okkar á: endo@endo.is eða á fundinum sjálfum. Þá geta meðlimir einnig boðið sig fram í varastjórn. Sjá nánar í lögum félagsins: https://endo.is/endosamtokin/log-samtakanna/
 
Stjórn Endósamtakanna leggur til að kosið verði um eftirfarandi viðbætur á lögum félagsins á Aðalfundi þann 25. apríl 2023 en bæði atriðin falla undir 7. Gr. Stjórn:
 
Um framboð til stjórnar:
„Meðlimir í aðalstjórn og þar með talinn formaður skulu ekki sitja lengur en sex ár í senn í sama embætti, nema enginn annar gefi kost á sér í embættin.”
 
„Framboð til aðalstjórnar þurfa að berast félaginu í tölvupósti viku fyrir aðalfund.”
 
Eftir fundinn mun Kata Magdalena sjúkraþjálfari endóteymisins vera með erindi og kennslu um góðar æfingar.
 
Boðið verður upp á léttar veitingar að fundi loknum – vonumst til að sjá sem flesta!
 
Stjórn Endósamtakanna

Aðrar fréttir

Fréttir af aðalfundi

Aðalfundur Endósamtakanna fór fram þriðjudaginn 25. apríl kl.20 í húsakynnum samtakanna að Sigtúni 42. Fundinum var streymt og fengu félagar í samtökunum hlekk í tölvupósti

Lesa meira »