Aðalfundur Endósamtakanna 2023

Aðalfundur Endósamtakanna verður haldinn kl. 20 þann 25. apríl nk. í nýju húsnæði samtakanna að Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Hlekkur á streymi frá fundinum verður sent á félaga samtakanna í tölvupósti og hægt verður að taka þátt í fundinum og kjósa rafrænt.
 
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
Val á fundarstjóra, fundarritara og atkvæðateljara.
Skýrsla stjórnar.
Samþykkt reikninga samtakanna.
Lagabreytingar.
Stjórnarkjör.
Önnur mál.
 
Kosið verður um embætti varaformanns og gjaldkera. Núverandi varaformaður og gjaldkeri gefa áfram kost á sér en meðlimir samtakanna geta tilkynnt um framboð í embætti í tölvupósti til okkar á: endo@endo.is eða á fundinum sjálfum. Þá geta meðlimir einnig boðið sig fram í varastjórn. Sjá nánar í lögum félagsins: https://endo.is/endosamtokin/log-samtakanna/
 
Stjórn Endósamtakanna leggur til að kosið verði um eftirfarandi viðbætur á lögum félagsins á Aðalfundi þann 25. apríl 2023 en bæði atriðin falla undir 7. Gr. Stjórn:
 
Um framboð til stjórnar:
„Meðlimir í aðalstjórn og þar með talinn formaður skulu ekki sitja lengur en sex ár í senn í sama embætti, nema enginn annar gefi kost á sér í embættin.”
 
„Framboð til aðalstjórnar þurfa að berast félaginu í tölvupósti viku fyrir aðalfund.”
 
Eftir fundinn mun Kata Magdalena sjúkraþjálfari endóteymisins vera með erindi og kennslu um góðar æfingar.
 
Boðið verður upp á léttar veitingar að fundi loknum – vonumst til að sjá sem flesta!
 
Stjórn Endósamtakanna

Aðrar fréttir

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2023

Nú er búið að loka fyrir áheitasöfnnun á hlauparana okkar í Reykjavíkurmaraþoninu. Við erum orðlausar yfir öllu fólkinu sem hljóp fyrir okkur en samtals fóru 33 hlauparar af stað fyrir hönd Endósamtakanna. Þetta er stærsta árið okkar til þessa og við springum út stolti! Eins slógum við met í söfnuninni sem er okkur algjörlega ómetanlegt.

Lesa meira »