Fundur vegna aðgerða á Klíníkinni og erlendis

Hefur þú farið í aðgerð vegna endómetríósu sem þú greiddir úr eigin vasa eða ertu á leiðinni í slíka aðgerð?  

Samtök um endómetríósu standa fyrir opnum fundi með lögfræðingi mánudaginn 3. október í Setrinu, Hátúni 10 (Hásalur). Markmið fundarins er að fara yfir stöðuna með lögfræðingi og mögulega undirbúa málsókn á hendur Sjúkratryggingum Íslands vegna synjana á niðurgreiðslum aðgerða. Stjórn samtakanna á fund með heilbrigðisráðherra 12. október og þátttaka ykkar á fundinum getur skipt höfuð máli í baráttu sem er sameiginlegt hagsmunamál alls fólks með endómetríósu og varðar í raun samfélagið allt.   

Við hvetjum öll til þess að mæta – þá sem hafa farið í kostnaðarsama aðgerð nú þegar – þá sem eru á leið í aðgerð en einnig þá sem hafa ekki kost á því að fara í aðgerð nema að þær verði niðurgreiddar. Saman erum við sterkari – saman getum við náð fram breytingum! 

Aðrar fréttir