Fundur vegna aðgerða á Klíníkinni og erlendis

Hefur þú farið í aðgerð vegna endómetríósu sem þú greiddir úr eigin vasa eða ertu á leiðinni í slíka aðgerð?  

Samtök um endómetríósu standa fyrir opnum fundi með lögfræðingi mánudaginn 3. október í Setrinu, Hátúni 10 (Hásalur). Markmið fundarins er að fara yfir stöðuna með lögfræðingi og mögulega undirbúa málsókn á hendur Sjúkratryggingum Íslands vegna synjana á niðurgreiðslum aðgerða. Stjórn samtakanna á fund með heilbrigðisráðherra 12. október og þátttaka ykkar á fundinum getur skipt höfuð máli í baráttu sem er sameiginlegt hagsmunamál alls fólks með endómetríósu og varðar í raun samfélagið allt.   

Við hvetjum öll til þess að mæta – þá sem hafa farið í kostnaðarsama aðgerð nú þegar – þá sem eru á leið í aðgerð en einnig þá sem hafa ekki kost á því að fara í aðgerð nema að þær verði niðurgreiddar. Saman erum við sterkari – saman getum við náð fram breytingum! 

Aðrar fréttir

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2023

Nú er búið að loka fyrir áheitasöfnnun á hlauparana okkar í Reykjavíkurmaraþoninu. Við erum orðlausar yfir öllu fólkinu sem hljóp fyrir okkur en samtals fóru 33 hlauparar af stað fyrir hönd Endósamtakanna. Þetta er stærsta árið okkar til þessa og við springum út stolti! Eins slógum við met í söfnuninni sem er okkur algjörlega ómetanlegt.

Lesa meira »