Endóvikan 2021 | Getur það verið að 10 ára barnið mitt sé byrjað á blæðingum? Zoom erindi

Í tilefni af endóvikunni 19. – 25. mars mun Þóra Björg Andrésdóttir vera með erindi um blæðingar ungra stelpna.
 
Til eru dæmi um að 10 ára stúlkur byrji á blæðingum og þora ekki að segja foreldrum sínum frá. Tilgangurinn með þessu erindi er að fá foreldra saman til þess að ræða þessi erindi og vera vakandi fyrir því þegar að börn byrja á blæðingum til þess að geta frætt þau og leiðbeint þeim.
 
Þóra Björg mun fjalla um mótmæli við kynþroskann, eðlilega og óeðlilega verki sem fylgja blæðingum og mikilvægi þess að gera blæðingar ekki að feimnismáli.
 
 
Zoom erindið er lokað og hægt er að skrá sig á það hér: https://bit.ly/3btcpZe
 
Sama dag og erindið er munu þeir sem eru skráðir fá sendan Zoom hlekk í tölvupósti. Við hvetjum foreldra og forráðamenn sérstaklega til þess að hlusta á þetta erindi og taka þátt í umræðum.

Aðrar fréttir

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2023

Nú er búið að loka fyrir áheitasöfnnun á hlauparana okkar í Reykjavíkurmaraþoninu. Við erum orðlausar yfir öllu fólkinu sem hljóp fyrir okkur en samtals fóru 33 hlauparar af stað fyrir hönd Endósamtakanna. Þetta er stærsta árið okkar til þessa og við springum út stolti! Eins slógum við met í söfnuninni sem er okkur algjörlega ómetanlegt.

Lesa meira »