Endóbæklingurinn aðgengilegur á öllu landinu

Kæru félagsmeðlimir.

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að bæklingurinn okkar sem kom út fyrr á árinu hefur verið sendur á allar heilbrigðisstofnanir á landinu. Má þar nefna heilsugæslustöðvar, sjúkrahús, einkareknar stofur og á kvensjúkdómalækna. 

Fyrr á árinu sendum við bæklinginn í alla grunn- og framhaldsskóla á landinu ásamt því að dreifa honum í 22 félagsmiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu. 

Þetta er liður í því að fræða allt landið um endómetríósu.  

Finnst þér vinnustaðurinn þinn vanta bækling? Ertu að fara kenna kynfræðslu? Hafðu samband og við sendum þér bæklinginn! 

Aðrar fréttir

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2023

Nú er búið að loka fyrir áheitasöfnnun á hlauparana okkar í Reykjavíkurmaraþoninu. Við erum orðlausar yfir öllu fólkinu sem hljóp fyrir okkur en samtals fóru 33 hlauparar af stað fyrir hönd Endósamtakanna. Þetta er stærsta árið okkar til þessa og við springum út stolti! Eins slógum við met í söfnuninni sem er okkur algjörlega ómetanlegt.

Lesa meira »