Endóbæklingurinn aðgengilegur á öllu landinu

Kæru félagsmeðlimir.

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að bæklingurinn okkar sem kom út fyrr á árinu hefur verið sendur á allar heilbrigðisstofnanir á landinu. Má þar nefna heilsugæslustöðvar, sjúkrahús, einkareknar stofur og á kvensjúkdómalækna. 

Fyrr á árinu sendum við bæklinginn í alla grunn- og framhaldsskóla á landinu ásamt því að dreifa honum í 22 félagsmiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu. 

Þetta er liður í því að fræða allt landið um endómetríósu.  

Finnst þér vinnustaðurinn þinn vanta bækling? Ertu að fara kenna kynfræðslu? Hafðu samband og við sendum þér bæklinginn! 

Aðrar fréttir