Bæklingurinn kominn í alla grunn- og framhaldsskóla landsins

Það hefur verið nóg að gera undanfarnar mánuði eftir að skrifstofan opnaði eftir sumarið, má þar allra helst nefna að samtökin sendu frá sér bækling til allra grunn- og framhaldsskóla á landinu.  Bæklingurinn fer yfir einkenni og staðreyndir endómetríósu. 

Nokkrir kennarar hafa óskað eftir fleiri bæklingum fyrir kynfræðslu og í líffræði sem við tökum fagnandi. Ef ykkur vantar fleiri eintök ekki hika við að hafa samband við okkur.

Eins fengum við frábær viðbrögð frá félagsmiðstöðvum á höfuðborgarsvæðinu en 22 félagsmiðstöðvar fengu bæklinga til sín. 

Aðrar fréttir

Fréttir af aðalfundi

Aðalfundur Endósamtakanna fór fram þriðjudaginn 25. apríl kl.20 í húsakynnum samtakanna að Sigtúni 42. Fundinum var streymt og fengu félagar í samtökunum hlekk í tölvupósti

Lesa meira »