Bæklingurinn kominn í alla grunn- og framhaldsskóla landsins

Það hefur verið nóg að gera undanfarnar mánuði eftir að skrifstofan opnaði eftir sumarið, má þar allra helst nefna að samtökin sendu frá sér bækling til allra grunn- og framhaldsskóla á landinu.  Bæklingurinn fer yfir einkenni og staðreyndir endómetríósu. 

Nokkrir kennarar hafa óskað eftir fleiri bæklingum fyrir kynfræðslu og í líffræði sem við tökum fagnandi. Ef ykkur vantar fleiri eintök ekki hika við að hafa samband við okkur.

Eins fengum við frábær viðbrögð frá félagsmiðstöðvum á höfuðborgarsvæðinu en 22 félagsmiðstöðvar fengu bæklinga til sín. 

Aðrar fréttir

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2023

Nú er búið að loka fyrir áheitasöfnnun á hlauparana okkar í Reykjavíkurmaraþoninu. Við erum orðlausar yfir öllu fólkinu sem hljóp fyrir okkur en samtals fóru 33 hlauparar af stað fyrir hönd Endósamtakanna. Þetta er stærsta árið okkar til þessa og við springum út stolti! Eins slógum við met í söfnuninni sem er okkur algjörlega ómetanlegt.

Lesa meira »