Nýr og endurskoðaður bæklingur samtakanna kominn úr prenti

Hjólin hjá samtökunum halda svo sannarlega áfram að snúast þó það sé komið sumar. Við í stjórn fögnum því að nýr og endurskoðaður fræðslubæklingur er kominn úr prentun en honum verður dreift í grunn- og framhaldsskóla í upphafi skólaárs. Einnig er verið að uppfæra heimasíðuna okkar og gera hana notendavænni og aðgengilegri. Umsóknarfrestur fyrir stöðu starfsmanns á skrifstofu samtakanna er liðinn og ráðningarferli í gangi. Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf í haust. Í haust er svo áætlaður fræðslufundur þar sem farið verður yfir stöðu endókvenna er kemur að réttindum til aðgerða erlendis. Þetta er málefni sem brýnt er að skoða, sér í lagi fyrir allra flóknustu tilfellin.

Aðrar fréttir

2020 gert upp!

Gleðilegt nýtt ár & takk fyrir það gamla. Þetta ár hefur verið öðruvísi fyrir samtökin. Við vildum taka saman þá hlut sem við unnum að

Lesa meira »

Ný & endurbætt heimasíða!

Gleðilegan vetur kæru félagsmenn. Undanfarna mánuði hafa samtökin verið að vinna hörðum höndum að koma nýrri heimasíðu í gagnið. Tilgangurinn með þessari heimasíðu er að

Lesa meira »