Nýr og endurskoðaður bæklingur samtakanna kominn úr prenti

Hjólin hjá samtökunum halda svo sannarlega áfram að snúast þó það sé komið sumar. Við í stjórn fögnum því að nýr og endurskoðaður fræðslubæklingur er kominn úr prentun en honum verður dreift í grunn- og framhaldsskóla í upphafi skólaárs. Einnig er verið að uppfæra heimasíðuna okkar og gera hana notendavænni og aðgengilegri. Umsóknarfrestur fyrir stöðu starfsmanns á skrifstofu samtakanna er liðinn og ráðningarferli í gangi. Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf í haust. Í haust er svo áætlaður fræðslufundur þar sem farið verður yfir stöðu endókvenna er kemur að réttindum til aðgerða erlendis. Þetta er málefni sem brýnt er að skoða, sér í lagi fyrir allra flóknustu tilfellin.

Aðrar fréttir

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2023

Nú er búið að loka fyrir áheitasöfnnun á hlauparana okkar í Reykjavíkurmaraþoninu. Við erum orðlausar yfir öllu fólkinu sem hljóp fyrir okkur en samtals fóru 33 hlauparar af stað fyrir hönd Endósamtakanna. Þetta er stærsta árið okkar til þessa og við springum út stolti! Eins slógum við met í söfnuninni sem er okkur algjörlega ómetanlegt.

Lesa meira »