Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2023

Nú er búið að loka fyrir áheitasöfnnun á hlauparana okkar í Reykjavíkurmaraþoninu. Við erum orðlausar yfir öllu fólkinu sem hljóp fyrir okkur en samtals fóru 33 hlauparar af stað fyrir hönd Endósamtakanna. Þetta er stærsta árið okkar til þessa og við springum út stolti! Eins slógum við met í söfnuninni sem er okkur algjörlega ómetanlegt.
Nú er búið að loka fyrir áheitasöfnnun á hlauparana okkar í Reykjavíkurmaraþoninu. Við erum orðlausar yfir öllu fólkinu sem hljóp fyrir okkur en samtals fóru 33 hlauparar af stað fyrir hönd Endósamtakanna. Þetta er stærsta árið okkar til þessa og við springum út stolti! Eins slógum við met í söfnuninni sem er okkur algjörlega ómetanlegt.

Áheitum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka er nú lokið

Kæru félagar, vinir og velunnendur, 

Nú er búið að loka fyrir áheitasöfnnun á hlauparana okkar í Reykjavíkurmaraþoninu. Við erum orðlausar yfir öllu fólkinu sem hljóp fyrir okkur en samtals fóru 33 hlauparar af stað fyrir hönd Endósamtakanna. Þetta er stærsta árið okkar til þessa og við springum út stolti! Eins slógum við met í söfnuninni sem er okkur algjörlega ómetanlegt. 

Við viljum þakka öllum sem hafa komið að söfnuninni og lagt okkur lið, pepparana okkar á hvatningarstöðinni og allir þeir sem gerðu sér ferð á Fit&Run Expoið en Libresse Ísland sá til þess að við gátum verið á staðnum með túrverkjahermirinn okkar. Við hlökkum til að endurtaka leikinn að ári!

 

 

Aðrar fréttir