Hlaupum til góðs í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka

Þann 19. ágúst næstkomandi fer fram Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í 39. sinn.

Endósamtökin taka að sjálfsögðu þátt í maraþoninu og eru nú þegar komnir einstaklingar sem ætla að hlaupa fyrir okkur.  Hér má sjá upplýsingar um hlauparana okkar.

Við viljum að sjálfsögðu hvetja alla þá sem hafa tök á að hlaupa og styrkja samtökin! 

Hægt er að sjá nánari upplýsingar um hlauparana okkar á Instagram síðunni okkar. 

Aðrar fréttir

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2023

Nú er búið að loka fyrir áheitasöfnnun á hlauparana okkar í Reykjavíkurmaraþoninu. Við erum orðlausar yfir öllu fólkinu sem hljóp fyrir okkur en samtals fóru 33 hlauparar af stað fyrir hönd Endósamtakanna. Þetta er stærsta árið okkar til þessa og við springum út stolti! Eins slógum við met í söfnuninni sem er okkur algjörlega ómetanlegt.

Lesa meira »