Opið fyrir umsóknir í Elsusjóð

Búið er að opna fyrir umsóknir í Elususjóð fyrir árið 2023. Tilgangur sjóðsins er að veita námsstyrki til fólks sem stundar nám á háskólastigi og er með endómetríósu og til að vekja athygli á hvernig endómetríósa getur haft áhrif á nám fólks með sjúkdóminn. Veittir eru tveir styrkir að upphæð 200.000 kr. hvor.

Umsóknarskilyrði

Umsóknarfrestur er til miðnættis 15. maí 2023. Umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skila rafrænt á elsusjodur@endo.is

Fylgiskjöl skulu innihalda:
1.Staðfestingu á sjúkdómsgreiningu
2.Staðfestingu á námi á háskólastigi
3. Stutta greinagerð um hvernig sjúkdómurinn hefur áhrif á nám viðkomandi (hámark 300 orð).

Um Elsusjóð

Elsusjóður var stofnaður 2021 með dánargjöf frá Elsu Guðmundsdóttur en hún barðist við endómetríósu. Elsa fæddist í Reykjavík 25. september 1956 og var í doktorsnámi í umhverfisþróunarfræði er hún féll frá 10. janúar 2019.

Hugsun Elsu á bakvið sjóðinn er að ástundun náms getur reynst snúnara fyrir einstaklinga með endó þar sem námið getur orðið slitrótt og tekið lengri tíma.

Nánari upplýsingar um sjóðinn er hægt að nálgast í síma 841-2650 eða á endo@endo.is

Frétt úr fyrstu úthlutun Elsusjóðs má finna hér.

Aðrar fréttir

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2023

Nú er búið að loka fyrir áheitasöfnnun á hlauparana okkar í Reykjavíkurmaraþoninu. Við erum orðlausar yfir öllu fólkinu sem hljóp fyrir okkur en samtals fóru 33 hlauparar af stað fyrir hönd Endósamtakanna. Þetta er stærsta árið okkar til þessa og við springum út stolti! Eins slógum við met í söfnuninni sem er okkur algjörlega ómetanlegt.

Lesa meira »