Við vekjum athygli á opnunartíma skrifstofu samtakanna í október og nóvember

Nú er búið að loka fyrir áheitasöfnnun á hlauparana okkar í Reykjavíkurmaraþoninu. Við erum orðlausar yfir öllu fólkinu sem hljóp fyrir okkur en samtals fóru 33 hlauparar af stað fyrir hönd Endósamtakanna. Þetta er stærsta árið okkar til þessa og við springum út stolti! Eins slógum við met í söfnuninni sem er okkur algjörlega ómetanlegt.
Endósamtökin auglýsa stöðu framkvæmdastjóra lausa til umsóknar. Um er að ræða 60% starfshlutfall með sveigjanlegum vinnutíma. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Stjórn Endósamtakanna mun vinna náið með starfsmanninum.
Við viljum vekja athygli á því að við erum búin að bæta við hinum ýmsum listaverkum í vefverslunina okkar. Endilega gerið góð kaup og styrkið gott málefni í leiðinni!