Lilja Guðmundsdóttir nýr formaður

Samtök um endómetríósu héldu aðalfund þann 3. maí síðastliðin og var Lilja Guðmundsdóttir kjörin formaður samtakanna og tekur við af Kolbrúnu Stígsdóttur. Lilja hefur nú þegar tekið við formennsku samtakanna. 

 

Eftirfarandi aðilar voru kosnir í stjórn félagsins:
Formaður: Lilja Guðmundsdóttir
Ritari: Kristjana Kristjánsdóttir
Gjaldkeri: Karen Ösp Friðriksdóttir
Meðstjórnandi: Eyrún Telma Jónsdóttir
Varastjórn: María Dís Ólafsdóttir, Sigrún Erla, Harpa Dögg Kristinsdóttir og Ingibjörg Elísabet Garðarsdóttir.

Úr stjórn fóru: Kolbrún Stígsdóttir, Ásdís Bragadóttir, Freyja Thoroddsen og Þóra Björg Andrésdóttir.

Aðalfundur samþykkti hækkun á félagsgjöldum að tillögu stjórnar úr 3.500 krónum í 3.800 krónur.

Samtök um endómetríósu þakka Kolbrúnu kærlega fyrir vel unnin störf undanfarin 4 ár sem formaður og bjóða Lilju velkomna til starfa. 

Aðrar fréttir