Ný & endurbætt heimasíða!

Gleðilegan vetur kæru félagsmenn.

Undanfarna mánuði hafa samtökin verið að vinna hörðum höndum að koma nýrri heimasíðu í gagnið. Tilgangurinn með þessari heimasíðu er að gera hluti aðgengilega og efla upplýsingaöflun fyrir þá sem halda að þau séu með endómetríósu. 

Síðan er þó ekki fullkláruð og er ennþá í vinnslu þar sem eitt og annað efni vantar. Við biðjum ykkur að sýna því skilning og þolinmæði. 

Skrifstofa samtakanna er lokuð útaf COVID-19 en ef þið hafið einhverjar spurningar þá megið þið senda á okkur á endo@endo.is eða skrifstofa@endo.is. Eins erum við aðgengileg á öllum samfélagsmiðlum. 

Aðrar fréttir

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2023

Nú er búið að loka fyrir áheitasöfnnun á hlauparana okkar í Reykjavíkurmaraþoninu. Við erum orðlausar yfir öllu fólkinu sem hljóp fyrir okkur en samtals fóru 33 hlauparar af stað fyrir hönd Endósamtakanna. Þetta er stærsta árið okkar til þessa og við springum út stolti! Eins slógum við met í söfnuninni sem er okkur algjörlega ómetanlegt.

Lesa meira »