Nýr starfsmaður á skrifstofu samtakanna

Stjórn Samtaka um endómetríósu býður velkomna til starfa Guðfinnu Birtu Valgeirsdóttur, en hún hefur verið ráðin í 50% starf á skrifstofu samtakanna. Guðfinna Birta hefur reynslu af ýmiskonar störfum, m.a. vefsíðugerð, kennslu og viðburðastjórnun svo eitthvað sé nefnt. Hún lauk MS prófi í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands nú í vor. Guðfinna Birta er mannblendin samfélagsmiðlaáhugakona sem hefur gaman af að prófa nýja hluti og vinna með fólki. Við hlökkum til að starfa með henni.

Aðrar fréttir

Úthlutað úr Elsusjóði

Þann 13. júní síðastliðinn fór fram önnur úhlutun í Elsusjóði.  Styrkir úr Elsusjóði eru veitir einstaklingum sem stunda háskólanám og eru með sjúkdóminn endómetríósu. Hugsunin

Lesa meira »

Fréttir af aðalfundi

Aðalfundur Endósamtakanna fór fram þriðjudaginn 25. apríl kl.20 í húsakynnum samtakanna að Sigtúni 42. Fundinum var streymt og fengu félagar í samtökunum hlekk í tölvupósti

Lesa meira »