Þó að baráttan fyrir bættri heilbrigðisþjónustu sé alvöru mál, þá fylgir baráttunni líka gleði, samhugur og kraftur. Við óskum þess að öll eigi gleði-leg jól með fallegu merkimiðunum okkar. Öll sala af vörunum okkar rennur beint í baráttuna fyrir bættri heilbrigðisþjónustu fyrir konur og einstaklinga með endómetríósu. Saman erum við sterkari! Merkimiðarnir koma 5 saman í pakka.
Er ekki tímabært að pakkarnir þínir standi upp úr í pakkaflóðinu? Með þessum skemmtilega gjafapappír átt þú ekki bara fallegustu pakkana með mesta “attitúdið”, heldur ertu einnig að taka þátt í mikilvægu jafnréttismáli; að berjast fyrir bættu aðgengi kvenna með endómetríósu að heilbrigðisþjónustu. Öll sala af vörunum okkar rennur beint í baráttuna fyrir bættri heilbrigðisþjónustu fyrir konur og einstaklinga með…
Þessi pakki er ekki bara til að einfalda þér lífið, heldur líka til að gleðja þitt uppáhalds fólk. Hér er allt sem þú þarft til að pakka inn jólagjöfunum í ár, ásamt fall-legum servíettum sem er kjörið að lauma með í pakkana. Í þessum pakka eru 6 arkir af gjafapappír, 5 merkimiðar, 2 pakkar af kaffiservíettum (12x12cm) og 2 pakkar…
Eftir öll þessi ár af því að bölva leginu og tala niður til þess fannst okkur tímabært að koma með vöru sem beinir athyglinni sinni að þeim jákvæðu orðum sem enda á -leg. Í samstarfi við Reykjavík Letterpress kynnum við því þessar guðdómlegu servíettur. Tækifærisgjöfin í ár! 20 stykki í hverjum pakka.
Endópeysan 2022 kemur í tveimur litum, sand og charcoal með lógói samtakanna. ATHUGIÐ. Stærðir S og XL í Sand eru ennþá í framleiðslu og því gæti verið smá bið eftir þeim. Þrífið á 30° og ekki setja í þurrkara.
Túrillur Endóvikunnar 2022 Takmarkað magn af Túrillu eftir Grjónapúðar Huldu í gulum lit til styrktar samtökunum. Túrilla er léttur og þunnur grjónapúði sem er bundinn við mittið. Slær á verki og óþægindi svo sem túrverki og mjóbaksverki. Túrilluna má hita í örbylgjuofni, bakaraofni til að nota sem hitapoka eða frysta til þess að fá kaldan bakstur. Íslensk hönnun og fæst…
Endóvikubolurinn 2021 Bolur með legi að gefa puttann sem vísar í það að stundum er mjög pirrandi að vera með leg. Bolirnir koma í hvítu og svörtu og eru í unisex sniði. Hönnuður lógósins er Elín María Halldórsdóttir Fást í eftirfarandi stærðum: S-4XL Bolirnir eru úr 100% lífrænni bómul. Ágóði af sölu bolanna rennur beint til samtakanna. Mikil aðsókn er…