Dagskrá Endómars 2024 – Lifum lífinu, með endó!
Endómars er mánuður tileinkaður vitundarvakningu um endómetríósu og í ár ber mánuðurinn yfirskriftina Lifum lífinu – með endó.
Endósamtökin voru stofnuð í október árið 2006. Meginmarkmið samtakanna er að veita fólki með endómetríósu og aðstandendum þeirra stuðning og fræðslu, auk þess að fræða félagsfólk, almenning, heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisyfirvöld um endómetríósu. Þá vilja samtökin efla tengsl milli fólks með endómetríósu og heilbrigðisstarfsfólks/yfirvalda og stuðla að bættri þjónustu við fólk með endómetríósu og almennt vinna að bættum hag þeirra.
Skrifstofa samtakanna er staðsett í Sigtúni 42 er opin samkvæmt auglýsingu á Facebook og Instagram síðu samtakanna. Ef þig vantar upplýsingar bendum við á samfélagsmiðla samtakanna og endo@endo.is
Framkvæmdastýra samtakanna er Anna Margrét Hrólfsdóttir. Hægt er að nálgast hana beint á endo@endo.is eða í síma 554-4001.
Endómars er mánuður tileinkaður vitundarvakningu um endómetríósu og í ár ber mánuðurinn yfirskriftina Lifum lífinu – með endó.
Markmið hópsins er að styðja við ungt fólk með endó og að þátttakendur kynnist öðrum á sama aldri sem einnig glíma við sjúkdóminn.
Sala á jólavörunum okkar eru mikilvægur partur í því að afla fjármagns fyrir starf samtakanna, sem felur í sér hagsmunabaráttu og vitundarvakningu ásamt því að halda úti öflugu stuðningsstarfi fyrir meðlimi samtakanna.