Ung með endó

Það er algengt að ungir einstaklingar séu með endómetríósu. Staðreyndir sýna okkur að fyrstu einkenni 60% fólks með endómetríósu finna fyrir einkennum fyrir tvítugt

Á þessari síðu má finna upplýsingar um einkenni, ráðgjöf og stuðningsnet. Þá er einnig hægt að senda inn fyrirspurnir neðst á síðunni. 

Ert þú að upplifa: 

  • Sára túrverki við blæðingar
  • Sára túrverki fyrir blæðingar
  • Miklar/langar blæðingar
  • Óreglulegar blæðingar
  • Óreglulegar blæðingar/milliblæðingar
    • Með óreglulegum blæðingum er átt við að tíðahringurinn sé minni eða lengri en 28-30 dagar. Milliblæðingar má útskýra sem svo að þú fáir blæðingar þegar að þú átt ekki að vera á blæðingum.  
  • Brúna útferð fyrir og eftir blæðingar
  • Verki í kviðarholi
  • Verki tengdar þvagblöðru og eða við þvaglát
  • Uppblásinn maga
  • Hægðatregðu og/eða niðurgang
  • Ógleði og/eða uppköst
  • Verki tengdir meltingafærum, hægðalosun og þarmahreyfingum
  • Sársauka við eða eftir kynlíf
  • Van- eða ófrjósemi
  • Síþreytu
  • Verk sem leiðir aftur í bak og/eða niður aftanverðan fótlegg, gjarnan út frá settaug 

Við hvern er best að tala ef ég held að ég sé með endómetríósu?

  • Foreldrar/fjölskyldumeðlimir

    • Þar sem endómetríósa getur gengið í ættir getur verið gott að prófa að tala við foreldra eða aðra fjölskyldumeðlimi. Það getur þó líka verið erfitt ef foreldrar eða fjölskyldumeðlimir hafa aldrei upplifað sára túrverki. Þá hefur verið algengt að þeir telji mann vera að ljúga verkjunum. Það getur því verið erfitt að standa með sér. Því eru við með fleiri aðila sem hægt er að leita til. 
  • Skólahjúkrunarfræðingur

    • Flestir skólahjúkrunarfræðingar ættu að vera með bæklinginn frá samtökunum. Þar er hægt að fara yfir einkenni og sjá hvort um mögulega endómetríósu sé að ræða. 
  • Heilsugæsla

    • Að fara fyrst á heilsugæsluna frekar en beint til kvensjúkdómalæknis getur verið betra að því leytinu til að heimilislæknir þekkir læknissöguna þína betur. Telji heimilislæknirinn að um endómetríósu sé að ræða getur hann gefið út beiðni til endó teymisins. 

 

Samfélag


Samtökin standa fyrir Facebook hópnum Ung með endómetríósu. Hópurinn er hugsaður sem stuðningshópur fyrir 13-21 ára sem eru að glíma við einkenni endómetríósu. Hópurinn er bæði fyrir þau sem eru greind og ógreind.  

Fara í hópinn Ung með endómetríósu



Þá standa samtökin einnig fyrir lokuðum hóp félagsmeðlima sem nefninst Stuðningshópur samtaka um Endómetríósu. Sá hópur er stærsti hópurinn. Til þess að fá aðgang inn í þennan hóp þarf að greiða félagsgjöld til samtakanna.

Fara í lokaðan stuðningshóp samtakanna. 

Instagram

Reynslur

Mér fannst mjög erfitt þegar ég var unglingur að vera með svona sára túrverki á meðan enginn í kringum mig skildi mig. Flestar vinkonur mínar upplifðu aldrei túrverki á meðan ég grét af sársauka.

Ég óska engum að ganga í gegnum svona verkjaköst án stuðnings. Ég vildi óska þess að svona stuðningsnet hefði verið til þegar að ég var unglingur.

Vertu í sambandi ef þú hefur einhverjar spurningar. 

Skjöl