Anna Margrét nýr framkvæmdastjóri Endósamtakanna

Anna Margrét Hrólfsdóttir tekur við sem framkvæmdastjóri Endósamtakanna þann 1. október næstkomandi.

Anna Margrét Hrólfsdóttir tekur við sem framkvæmdastjóri Endósamtakanna þann 1. október næstkomandi. Anna Margrét hefur yfirgripsmikla reynslu og þekkingu af störfum í þriðja geiranum sem og við markþjálfun og ráðgjöf. Hún hefur meðal annars starfað sem fjáröflunarstýra hjá UNICEF og verkefnastjóri upplýsingar-, kynningar og gæðamála hjá Þroskahjálp. 

Anna Margrét tekur við starfi af Guðfinnu Birtu Valgeirsdóttur sem hefur starfað fyrir samtökin síðastliðin 3 ár. 

Við bjóðum Önnu Margréti hjartanlega velkomna til starfa!

Aðrar fréttir