Stjórn Samtaka um endómetríósu býður velkomna til starfa Guðfinnu Birtu Valgeirsdóttur, en hún hefur verið ráðin í 50% starf á skrifstofu samtakanna. Guðfinna Birta hefur reynslu af ýmiskonar störfum, m.a. vefsíðugerð, kennslu og viðburðastjórnun svo eitthvað sé nefnt. Hún lauk MS prófi í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands nú í vor. Guðfinna Birta er mannblendin samfélagsmiðlaáhugakona sem hefur gaman af að prófa nýja hluti og vinna með fólki. Við hlökkum til að starfa með henni.
Þurfum við að tala um endó?
Endósamtökin og Silfra Productions frumsýna í dag, þriðjudaginn 16. apríl, nýja íslenska heimildarmynd um endómetríósu. Myndin er sýnd í Bíó Paradís og heitir: Tölum um