Stjórn Samtaka um endómetríósu býður velkomna til starfa Guðfinnu Birtu Valgeirsdóttur, en hún hefur verið ráðin í 50% starf á skrifstofu samtakanna. Guðfinna Birta hefur reynslu af ýmiskonar störfum, m.a. vefsíðugerð, kennslu og viðburðastjórnun svo eitthvað sé nefnt. Hún lauk MS prófi í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands nú í vor. Guðfinna Birta er mannblendin samfélagsmiðlaáhugakona sem hefur gaman af að prófa nýja hluti og vinna með fólki. Við hlökkum til að starfa með henni.

Aðalfundur Endósamtakanna
Aðalfundur Endósamtakanna fór fram þriðjudaginn 30. apríl síðastliðinn.