Hjólin hjá samtökunum halda svo sannarlega áfram að snúast þó það sé komið sumar. Við í stjórn fögnum því að nýr og endurskoðaður fræðslubæklingur er kominn úr prentun en honum verður dreift í grunn- og framhaldsskóla í upphafi skólaárs. Einnig er verið að uppfæra heimasíðuna okkar og gera hana notendavænni og aðgengilegri. Umsóknarfrestur fyrir stöðu starfsmanns á skrifstofu samtakanna er liðinn og ráðningarferli í gangi. Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf í haust. Í haust er svo áætlaður fræðslufundur þar sem farið verður yfir stöðu endókvenna er kemur að réttindum til aðgerða erlendis. Þetta er málefni sem brýnt er að skoða, sér í lagi fyrir allra flóknustu tilfellin.
Fyrirlestur: Hvernig getur sálfræðimeðferð hjálpað endó-konum og kvárum?
Anna Guðrún Guðmundsdóttir heldur fyrsta fyrirlestur ársins hjá Endósamtökunum 28. janúar.