Adenomyosis
Adenomyosis er ein birtingamynd af endómetríósu.
Endómetríósufrumurnar eru staðsettar inn í legvöðvanum sem veldur þess að legvöðvinn þykkist.
Einkenni
Blæðingar: eru langar og miklar. Það fylgja blóðköglar með þeim. Milliblæðingar.
Verkir: eru slæmir trúverkir, verkir tengdir kynlífi, verkur sem leiðir niður í fót, vöðvaverkir, höfuðverkur, þrýstingur í kviði, uppþemba, bólgur og verkir við egglos.
Þvagblaðra: Erfitt að losa þvag, tíð þvaglát og skyndileg þörf fyrir þvaglát
Þarmar: Óreglulegar og sárar þarmahreyfingar, hægðartregða og/eða niðurgangur.
Annað: Stækkað leg, svimi, ógleði, skapsveiflur, depurð og svefnleysi.
Greining og meðferð
Erfitt er að greina adenomyosis og staðfesting á sjúkdómnum fæst ekki nema eftir krufningu á legi í kjölfars legnáms.
Meðferðin gengur út á hormónameðferð og verkjameðferð.
Legnám er yfirleitt framkvæmd að lokum. En þess má geta að legnám læknar adenomyosis.