Endómetríósa á auðlesnu máli

Endó-metrí-ósa er sjúk-dómur sem orsakast af því að endó-metrí-ósu-frumur finnast á ýmsum stöðum í líkamanum. Frumurnar bregðast við mánaðar-legum hormóna-breytingum líkamans. Óeðlileg starfsemi frumanna getur valdið bólgum, innvortis blæðingum, blöðrum á eggja-stokkum og sam-gróningum á milli líffæra. Allt þetta getur valdið miklum sársauka.

Birtingarmyndir endómetríósu eru nokkrar

  • dæmigerð þar sem fremur smáar vefjaskemmdir eru á yfirborði líffæra/vefs (e. typical),
  • blöðrur á eggjastokkum (e. systic),
  • djúpstæð (e. deep infiltrating endometriosis, DIE),
  • í legvöðva (e. adenomyosis).

Hver er með endómetríósu?

Einstaklingar sem eru fæddir með kvenlíffæri eða fæðast í kvenlíkama eru þeir sem greinast með endómetríósu. 

Einkenni endómetríosu geta gert vart við sig fyrir fyrstu blæðingar og einnig eftir að breytingaskeiði lýkur. Einkenni eru yfirleitt verst á frjósemisskeiði.

Er ég með endó?

Ertu að upplifa sára túrverki?
Langar blæðingar?
Van- eða ófrjósemi?
Þá gætirðu verið með endómetríósu.
Einkenni endómetríósu

Hvað er endó?

Viltu fræðast meira um endómetríósu?
Á hverja leggst sjúkdómurinn?
Hver eru einkennin?
Meira um endómetríósu

Með­­ferð

Það er engin lækning til við endómetríósu en það er ýmsilegt hægt að gera til draga úr einkennum.
Meira um greiningar og meðferðir

Ungt fólk og endó

Endómetríósa getur hafist við fyrstu blæðingar.
Meira um ung með endó

Reynslusögur

Hér er að finna reynslusögur kvenna á endómetríósu.
Lesa reynslusögur

Ganga í samtökin

Samtökin bjóða uppá lokaðan stuðningshóp og fræðsluerindi fyrir félagsmenn. Vertu með!
Skrá mig í samtökin

Vörur til sölu

Bolir, túrillur, límmiðar og skart!
Fara í vefverslun

Adenomyosis

Þessi síða er í vinnslu.
Meira um adenomyosis hér