Opið fyrir umsóknir í Elsusjóð 2024
Búið er að opna fyrir umsóknir í Elsusjóð fyrir árið 2024. Tilgangur sjóðsins er að veita námsstyrki til fólks sem stundar nám á háskólastigi og er með endómetríósu og til…
Búið er að opna fyrir umsóknir í Elsusjóð fyrir árið 2024. Tilgangur sjóðsins er að veita námsstyrki til fólks sem stundar nám á háskólastigi og er með endómetríósu og til…
Eliza hrósaði samtökunum fyrir öflugt starf og sagði að hér væri greinilega um að ræða samhent og virkt samfélag.
Endómars er mánuður tileinkaður vitundarvakningu um endómetríósu og í ár ber mánuðurinn yfirskriftina Lifum lífinu - með endó.
Markmið hópsins er að styðja við ungt fólk með endó og að þátttakendur kynnist öðrum á sama aldri sem einnig glíma við sjúkdóminn.
Sala á jólavörunum okkar eru mikilvægur partur í því að afla fjármagns fyrir starf samtakanna, sem felur í sér hagsmunabaráttu og vitundarvakningu ásamt því að halda úti öflugu stuðningsstarfi fyrir meðlimi samtakanna.
Skrifstofa samtakanna er opin alla þriðjudaga í vetur, milli kl. 10 og 15.
Anna Margrét Hrólfsdóttir tekur við sem framkvæmdastjóri Endósamtakanna þann 1. október næstkomandi.
Nú er búið að loka fyrir áheitasöfnnun á hlauparana okkar í Reykjavíkurmaraþoninu. Við erum orðlausar yfir öllu fólkinu sem hljóp fyrir okkur en samtals fóru 33 hlauparar af stað fyrir hönd Endósamtakanna. Þetta er stærsta árið okkar til þessa og við springum út stolti! Eins slógum við met í söfnuninni sem er okkur algjörlega ómetanlegt.
Endósamtökin auglýsa stöðu framkvæmdastjóra lausa til umsóknar. Um er að ræða 60% starfshlutfall með sveigjanlegum vinnutíma. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Stjórn Endósamtakanna mun vinna náið með starfsmanninum.
Skrifstofa Endósamtakanna er í sumarfríi til 15. ágúst og verður því lokuð. Hægt er að senda tölvupóst á endo@endo.is ef erindið er áríðandi.