
Endó á auðlesnu máli
Fyrirvari
Athugið:
Í þessum texta er bara talað um konur.
Allt fólk með leg getur fengið endó.
Til dæmis:
- trans karlar með leg
- intersex fólk með leg
- kynsegið fólk með leg.a
Hvað er endómetríósa?
Endómetríósa er alvarlegur sjúkdómur.
Endómetríósa er oftast kölluð: endó.
Konur eru með líffæri sem heitir leg.
Innan á leginu er legslíma.
Legslíma er þunn slímhúð.
Svolítið eins og slímhúðin í munninum.
Legslíman er þar sem fóstur vex.
Það gerist þegar kona er ólétt.
Einu sinni í mánuði undirbýr líkaminn sig fyrir fóstur.
Til dæmis með því að búa til estrógen.
Estrógen er hormón.
Hormón hafa áhrif á líkamann.
Estrógen sendir blóð í legslímuna.
Þá verður legslíman þykk.
Er ekkert fóstur?
Þá fer legslíman úr leginu.
Það heitir: blæðingar.
Svo myndast ný legslíma.
Legslímu·frumur vaxa í leginu.
Hjá sumum vaxa líka endófrumur.
Endófrumur eru mjög líkar legslímu·frumum.
Endófrumur vaxa annars staðar í líkamanum.
Það heitir: endó.
Þá vaxa endófrumur til dæmis:
utan á leginu
á eggjastokkum
á nýrunum
á þvagblöðrunni.
Estrógen lætur endófrumur þykkna líka.
Þá mynda endófrumurnar bólgur.
Það getur líka blætt úr endófrumunum.
Þetta getur verið mjög vont.
Hver eru einkenni endó?
Hér er útskýring á helstu einkennum endó.
Einkenni endó eru mismunandi.
Sumt fólk finnur fyrir mörgum einkennum.
Annað fólk finnur engin einkenni.
VERKIR
Helsta einkenni endó eru verkir.
Verkirnir geta verið mjög miklir.
Verkirnir koma oft:
fyrir blæðingar
á blæðingum
þegar fólk stundar kynlíf
þegar fólk pissar.
Verkirnir geta verið:
í kviðnum
í bakinu
og á fleiri stöðum.
BLÆÐINGAR
Blæðingar geta verið öðruvísi hjá fólki með endó.
Stundum eru blæðingarnar:
mjög miklar
mjög lengi
óreglulegar
til dæmis oftar en 1 sinni í mánuði
MAGINN
Endó getur haft áhrif á magann.
Þetta eru einkenni sem tengjast maganum:
að vera illt í maganum
að æla
að vera með niðurgang
að vera með uppblásinn maga
að finnast mjög vont að kúka.
ÖNNUR EINKENNI
Önnur einkenni endó eru til dæmis:
ófrjó·semi
ófrjó·semi er að geta ekki eignast börn
mikil þreyta.
Smelltu hér til að lesa meira um einkenni endó.
Athugið: Síðan er ekki á auðlesnu máli.
ER HÆGT AÐ LÆKNA ENDÓ?
Það er ekki hægt að lækna endó.
Samt eru til meðferðir við endó.
Meðferðirnar gera endó betri.
Helstu meðferðirnar eru 3:
Verkja·meðferð
Hormóna·meðferð
Skurðaðgerð
VERKJA·MEÐFERÐ
Verkja·meðferð er þegar fólk fær verkjalyf.
Verkjalyf minnka verkina.
Sumt fólk þarf mjög sterk verkjalyf.
Önnur lyf sem geta hjálpað eru:
bólgueyðandi lyf
vöðvaslakandi lyf.
HORMÓNA·MEÐFERÐ
Hormóna·meðferð er þegar fólk fær hormónalyf.
Hormónalyf geta minnkað einkennin.
Hormónalyf geta líka verið getnaðarvarnir.
Getnaðarvarnir eru til þess að maður verði ekki óléttur.
Til dæmis:
pillan
lykkjan
stafurinn
SKURÐAÐGERÐ
Í skurðaðgerð tekur læknir endófrumurnar.
Þá minnka einkennin.
Einkennin geta líka horfið.
Endófrumurnar geta samt komið aftur.
Þá koma einkennin líka aftur.
ÉG HELD ÉG SÉ MEÐ ENDÓ. HVAÐ GET ÉG GERT?
Passa einkennin þín við endó?
Þá skalt þú fara til læknis.
Læknirinn skoðar hvort þú sért með endó.
Endó·samtökin geta hjálpað þér að finna lækni.
Endó·samtökin geta líka hjálpað þér að undirbúa þig.
Hafðu samband við Endó·samtökin með því að:
hringja í síma 554-4001
senda tölvupóst á endo@endo.is
Smelltu hér til að skoða undirbúnings·blað fyrir læknis·heimsókn.
Athugaðu: Undirbúnings·blaðið er ekki á auðlesnu máli.
Þess vegna getur verið gott að fá aðstoð.
HVAÐ GERA ENDÓ·SAMTÖKIN?
Endó·samtökin hjálpa fólki með endó.
Endó·samtökin fræða fólk um endó.
Til dæmis:
lækna
hjúkrunarfræðinga
fólk með endó.
Endó·samtökin vilja til dæmis:
að fólki með endó líði betur
að fólk með endó fái hjálp
að samfélagið viti meira um endó.
Hafðu samband við Endó·samtökin með því að:
hringja í síma 554-4001
senda tölvupóst á endo@endo.is