Aðalfundur Endósamtakanna verður haldinn miðvikudaginn 2. apríl kl. 20 í húsnæði samtakanna að Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Hlekkur á streymi frá fundinum verður sent á félaga samtakanna í tölvupósti og hægt verður að taka þátt í fundinum og kjósa rafrænt.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
Val á fundarstjóra, fundarritara og atkvæðateljara.
Skýrsla stjórnar.
Samþykkt reikninga samtakanna.
Starf samtakanna.
Lagabreytingar og tillögur.
Stjórnarkjör.
Önnur mál.
Kosið verður um embætti varaformanns, gjaldkera, meðstjórnanda og ritara.
Núverandi gjaldkeri gefur áfram kost á sér en meðlimir samtakanna geta tilkynnt um framboð í embætti í tölvupósti til okkar á: endo@endo.is.
Sjá nánar um hlutverk aðalstjórnar og varastjórnar hér að neðan.
Samkvæmt lögum félagsins verða framboð að berast í tölvupósti í síðasta lagi viku fyrir aðalfund.
Sjá nánar í lögum félagsins: https://endo.is/endosamtokin/log-samtakanna/
Meðlimir geta einnig boðið sig fram í varastjórn, en þau framboð mega koma í tölvupósti eða á fundinum sjálfum.
Boðið verður upp á léttar veitingar – vonumst til að sjá sem flesta!
Stjórn Endósamtakanna
Aðgengi: Aðalfundurinn fer fram í Sigtúni 42. Í húsnæðinu er mjög gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Fundurinn fer fram á jarðhæð og aðgengileg salerni eru í húsnæðinu.
Um störf stjórnar
Í aðalstjórn Endósamtakanna eru, líkt og fram kemur í lögum samtakanna, 5 stjórnarmeðlimir. Embættin eru formaður, varaformaður, gjaldkeri, ritari og meðstjórnandi.
Einnig starfar varastjórn, en þar er ekki hámark á fjölda sæta.
Stjórn í heild sinni tekur virkan þátt í stefnumótun og starfi samtakanna. Almennar kröfur á alla stjórnarmeðlimi í aðalstjórn eru:
- Sitja stjórnarfundi um einu sinni í mánuði, getur verið oftar á álagstímum.
- Mæta og taka þátt í mánaðarlegum viðburðum samtakanna,
- Mæta, taka þátt og skipuleggja stærri viðburði samtakanna, t.d. Reykjavíkurmaraþon, Fit&Run EXPO, Endómars og fleiri,
- Bjóða upp á opna viðtalstíma fyrir meðlimi samtakanna.
- Sjá um að tryggja upplýsingaflæði við varamenn sína og kalla til varamenn til stjórnarstarfa þegar þörf er á.
- Taka þátt í öllum tilfallandi stjórnarstörfum.
Formaður
- Ákvarðanataka tengd fjármálum og rekstri samtakanna, í samráði við varaformann, gjaldkera og framkvæmdastjóra,
- Skipuleggur fundi fyrir aðalstjórn og varastjórn og leggur fyrir fundardagskrá,
- Situr aðalfund ÖBÍ og formannafundi ÖBÍ,
- Heldur utan um heildarstarf og stefnu samtakanna og samskipti við framkvæmdastjóra,
- Er í forsvari fyrir samtökin opinberlega,
- Tekur þátt í innlendu og erlendu samstarfi,
- Fer með prókúru samtakanna ásamt gjaldkera,
- Skrifar greinar í fjölmiðla,
- Á í samskiptum við heilbrigðisyfirvöld og aðra hagsmunaaðila.
- Situr í stjórn Elsusjóðs.
Varaformaður
- Er staðgengill formanns ef formaður forfallast,
- Ákvarðanataka tengd fjármálum og rekstri í samráði við formann, gjaldkera og framkvæmdastjóra,
- Situr aðalfundi ÖBÍ,
- Situr formannsfundi ÖBÍ í fjarveru formanns,
- Skrifar greinar í fjölmiðla.
Ritari
- Ber ábyrgð á fundargerðum stjórnarfunda,
- Undirbýr stjórnarfundi í samstarfi við formann,
- Heldur utan um instagram-skipulag samtakanna,
- Tekur þátt í skipulagi á skjalamálum samtakanna
- Tekur þátt í stefnumótun á miðlum samtakanna og efnisgerð
- Er tengiliður varastjórnar og tryggir upplýsingaflæði til varastjórnar.
Gjaldkeri
- Ákvarðanataka tengd fjármálum og rekstri í samráði við formann, varaformann og framkvæmdastjóra
- Hefur yfirsýn yfir fjármál samtakanna
- Heldur utan um bókhald í bókhaldskerfi,
- Ber ábyrð á að undirbúa og skila ársreikningi með skoðunarmönnum og kynna á aðalfundi
- Ber ábyrgð á að greiða út laun og aðra reikninga
- Sækir um og heldur utan um styrki í samstarfi við framkvæmdastjóra
- Ber ábyrgð á skráningu samtakanna á almannaheillaskrá og skil á almannaheillastyrkjum
Meðstjórnandi
- Situr aðalfundi ÖBÍ,
- Tekur þátt í skipulagi viðburða, mánaðarlegra og stærri viðburða,
- Tekur þátt í efnisgerð fyrir miðla samtakanna,
- Tekur þátt í að móta stefnu varðandi varning samtakanna.
Varastjórn
- Eru staðgenglar stjórnarmanna,
- Mæta á fundi með aðalstjórn um 3 á ári,
- Tekur að sér sérstök verkefni yfir árið eins og Fit&Run EXPO, Reykjavíkurmaraþon, Endómars og fleiri,
- Mæta og taka þátt í viðburðum samtakanna,
- Halda utan um sölubás á viðburðum,
- Tekur þátt í fræðsluerindum á vegum samtakanna,
- Tekur þátt í stefnumótum samtakanna,
- Tekur þátt í að setja efni á samfélagsmiðla.