Þann 1. mars síðastliðin frumsýndu Endósamtökin Túrbus – túrtappastrætóinn í tilefni af Endómars.
Verkefnið var unnið með Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur, aktívista og endókonu og hönnunarstofunni Stúdíó fin. Tilgangurinn með strætóinum er að vekja athygli á því að endómetríósa sé blóðug alvara og það ætti að taka sjúkdómnum alvarlega.
Fréttablaðið vakti athygli á strætóinum og fjallaði um hann hér.