Pantanir úr vefverslun verða afgreiddar alla virka daga fram að Þorláksmessu. Hér að neðan má sjá helstu dagsetningar sem gott er að hafa í huga til að allir pakkar skili sér fyrir jól.
Sækja á skrifstofuna
Hægt er að sækja greiddar pantanir úr vefverslun á skrifstofu samtakanna í Sigtúni 42 á eftirfarandi dögum:
Frá 1.-15. desember: alla virka daga milli kl. 10 og 15.
Þriðjudaginn 16. desember: Milli kl. 10 og 15
Miðvikudaginn 17. desember: Milli kl. 10 og 15
Fimmtudaginn 18. desember: Milli kl. 10 og 15
Mánudaginn 22. desember: milli kl. 9 og 12
Þriðjudaginn 23. desember (Þorláksmessu): LOKAÐ
Síðustu skiladagar fyrir sendar pantanir
Pósturinn
Pantanir sem berast fyrir kl. 15 föstudaginn 19. desember og eiga að afhendast með Póstinum á landsbyggðinni skila sér fyrir jól (samkvæmt upplýsingum frá Póstinum).
Ef senda á innan stórhöfuðborgarsvæðisins, Akraness, Selfoss, Borganess og Keflavíkur þurfa pantanir að berast fyrir kl. 12 mánudaginn 22. desember.
Dropp
Pantanir sem á að senda með Dropp berast með öruggum hætti fyrir jól ef pantað er fyrir kl. 15. fimmtudaginn 18. desember.
Athugið þó að þessi dagsetning getur breyst þegar Dropp birtir örugga skilatíma.
Opnunartími skrifstofunnar yfir hátíðirnar.
Skrifstofa Endósamtakanna er lokuð yfir hátíðirnar. Skrifstofan lokar frá og með föstudeginum 19. desember og opnar aftur miðvikudaginn 7. janúar.
Lágmarksvöktun verður á netfanginu endo@endo.is ásamt því að hægt er að hafa samband við okkur í gegnum samfélagsmiðlana okkar.
Við vonum að þið eigið öll ljúfar og góðar stundir yfir á aðventunni.


