Opnir viðtalstímar við stjórnarkonur

Við höldum áfram að bjóða upp á opna viðtalstíma við stjórnarkonur samtakanna. 

Í stjórn Endósamtakanna sitja konur með mikla reynslu af endómetríósu og baráttunni sem henni fylgir. Við bjóðum upp á spjall í von um að hjálpa meðlimum samtakanna að fóta sig í þessari vegferð og finna að þær séu ekki einar.

Hér má sjá yfirlit yfir opna viðtalstíma fyrstu mánuði ársins. Fyrsti viðtalstími ársins verður fimmtudaginn 22. janúar í umsjá Valgerðar Þ. Snæbjarnardóttur, ritara samtakanna, kl. 13-15.

Næstu opnu viðtalstímar eru eftirfarandi:
Febrúar – Emma Rivard Henriot, meðstjórnandi. Þessi viðtalstími fer eingöngu fram á ensku.
Febrúar – Karen Ösp Friðriks, gjaldkeri.
Mars – Ísabella Ögn Þorsteinsdóttir, meðstjórnandi.
Apríl – Eydís Sara Óskarsdóttir, varaformaður.

Nánari dagsetningar verða auglýstar síðar fyrir komandi mánuði. Við bendum sérstaklega á viðtalstíma á ensku sem fer fram í febrúar.

Við minnum á að bæði er hægt að fá viðtöl á skrifstofu samtakanna og í gegnum símtal. Til að bóka tíma í viðtal skal senda tölvupóst á endo@endo.is

Fyrir hverja eru viðtalstímarnir?

Opnu viðtalstímarnir eru fyrir alla meðlimi Endósamtakanna. Þeir henta t.d. einstaklingum sem eru með formlega greiningu, þeim sem eiga enn eftir að fá greiningu eða eru í greiningarferli, aðstandendum, foreldrum og öllum sem hafa spurningar tengdar endómetríósu og því sem sjúkdómnum fylgir.

Hvar fara viðtölin fram? Viðtölin fara fram í húsnæði Endósamtakanna í Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Nóg er að mæta á staðinn milli 12 og 15.

Einnig er hægt að hringja í síma samtakanna, 554-4001, og fá símaviðtal, eða panta símtal með því að senda tölvupóst á netfangið endo@endo.is.

Við vonum að sem flestir meðlimir samtakanna nýti sér þessa opnu viðtalstíma.

________________

We continue to offer our members open appointments with board members of Endósamtökin.

Here is an overview of open appointments for the first months of 2026. The first open appointment is on thursday the 22nd of January, with Valgerður Þ. Snæbjarnardóttir, secretary of the board, between 13-15.

Dates for upcoming appointments will be advertised later. We especially want to highlight an appointment that will be conducted in english only which will be in February with Emma Rivard Henriot.

The open appoinments can be either in person or through phone.

Open appointments are open to all members of Endósamtökin. To book an appointment, please contact endo@endo.is

Aðrar fréttir

Legkökur Lindu

Linda Hrönn Björgvinsdóttir hefur vakið mikla athygli á aðventunni fyrir frumlegt og skemmtilegt framtak. Hún tók upp á því að baka og selja óhefðbundnar kökur

Lesa meira »