Fyrsti fræðsluviðburður ársins: Endóteymi LSH

[ENGLISH BELOW]

Endóteymi Landspítalans býður upp á fræðslu og samtal um þjónustu teymisins hjá Endósamtökunum þriðjudaginn 27. janúar nk. kl. 19:30. Bæði er hægt að taka þátt á staðnum, í Sigtúni 42, eða rafrænt.

Við fáum til okkur þrjá fulltrúa frá teyminu, þær eru:

🟡Kolbrún Pálsdóttir, kvensjúkdómalæknir og yfirlæknir Kvennadeildar.

🟣Ragnheiður Oddný Árnadóttir, kvensjúkdómalæknir Endóteymisins og sérfræðingur í endómetríósu.

🟡Sara Mist Svendsen, hjúkrunarfræðingur og teymisstjóri Endóteymisins.

Þær munu spjalla við okkur um endó, fræða okkur um þjónustu Endóteymisins, hvernig teymið starfar og þær meðferðir eru í boði.
Athugið að þessi viðburður er aðeins opinn fyrir meðlimi Endósamtakanna.

Gestum gefst svo kostur á að spyrja þær út í endó og út í starfsemi teymisins. Við minnum þó á að þetta er ekki vettvangur til að ræða persónuleg mál eða fá ráðgjöf um einstök mál.

Endósamtökin og Endóteymi Landspítalans hafa unnið í að efla samstarf sitt og auka vitund um þjónustuna og er þessi fræðsluviðburður liður í því.

Nauðsynlegt er að skrá sig til að taka þátt rafrænt og hlekkur er sendur út fyrr sama dag og viðburðurinn fer fram. Skráningarform er að finna hér að neðan.

Aðgengi: Aðgengi í húsnæðinu er mjög gott fyrir hjólastóla. Aðgengilegt salerni er á svæðinu, og engir þröskuldar.

ENGLISH

Attention, this event is only for members of Endósamtökin.
This event will be in Icelandic.
You can become a member here: https://endo.is/ganga-i-samtokin/

The Endósamtökin will host a lecture from Endóteymi Landspítalans (the EndoTeam of the National Hospital) about endo, followed by a talk about the services they provide, on Tuesday 27. January at 19:30. You can attend in person at Sigtún 42 or online.

We will have three representatives from the team:

🟡 Kolbrún Pálsdóttir, Gynecologist and head of  the Department of Gynecology.

🟣 Ragnheiður Oddný Árnadóttir, the Endo Team’s Gynecologist and an endometriosis specialist. 

🟡 Sara Mist Svendsen, nurse and team leader in the Endo Team..

They will talk about endo, educate us about the services they provide, how the team works and what treatment options are available.

Participants will have the opportunity to ask questions about endometriosis and the work of the team. However, we remind everyone that this is not a setting for discussing personal medical cases or receiving individual advice.

The Icelandic Endometriosis Association and the Endometriosis Team at Landspítali have been working to strengthen their collaboration and raise awareness about available services, and this educational event is part of that effort.

Registration is required for online participation, and a link will be sent out earlier on the day of the event. You can find the registration form below.

Accessibility: The facility is fully wheelchair accessible. An accessible restroom is available on-site, and the entrance is step-free.

Aðrar fréttir

Ísabella Ögn nýr meðstjórnandi

Á síðasta aðalfundi Endósamtakanna var Hanna Karen Stefánsdóttir kjörin meðstjórnandi samtakanna. Hún þurfti því miður að hverfa frá störfum í sumar og vilja Endósamtökin þakka

Lesa meira »