Doktorsnemi leitar að viðmælendum fyrir rannsókn

Emma RIvard Henriot er doktorsnemi við Háskóla Íslands. Hún vinnur nú að lokaverkefni sínu þar sem hún framkvæmir rannsókn sem ber heitið: „Að vera unglingur með endómetríósu: lífsreynsla unglinga með langvarandi veikindi.“

Hún leitar nú að viðmælendum fyrir rannsóknina, en Emma er sjálf með endómetríósu og á sæti í varastjórn Endósamtakanna. Við hvetjum öll sem hafa áhuga á að taka þátt til að setja sig í samband við Emmu með tölvupósti, emj33@hi.is, eða í gegnum síma, 764-5458.

Upplýsingar um rannsóknina

Hvernig er það að vera unglingur með endómetríósu?

Endó er langvinnur sjúkdómur sem kemur fram með mörgum einkennum og eru verkir eitt algengasta einkennið. En tíðaverkir eru gjarnan talin eðlilegur hluti af lífi kvenna jafnvel þegar þeir hafa hamlandi áhrif á líf þess sem upplifir verkina. Sem leiðir til þess að fólk upplifir allt að 7 til 10 ára töf á greiningu á endó eftir að einkenni koma fyrst fram.

Fólk af öllum kynjum, á aldrinum 18 til 23 ára, með greint endó er beðið um að taka
þátt í rannsóknarviðtali um endó á unglingsárunum. Viðtalið mun vara í eina klukkustund, en
getur einnig farið fram sem tvö 30 mínútna viðtöl. Viðtölin fara fram á ensku.

Þátttakendur velja staðsetningu viðtalsins. Rannsakandinn getur komið heim til þeirra. Viðtalið getur einnig farið fram á háskólasvæði Háskóla Íslands.

Fullum trúnaði er heitið, dulnefni verða notuð í niðurstöðum rannsóknarinnar og öll persónueinkenni fjarlægð. Velferð þátttakenda verður alltaf í forgangi í viðtalsferlinu. Þátttakendur geta dregið sig út úr rannsókninni hvenær sem er. Siðanefnd vísindarannsókna Háskóla Íslands hefur farið yfir verkefnið og telur það ekki brjóta í bága viðsiðareglur. Þú getur lesið meira um einkenni Endó
á vefsíðu Endósamtakanna: endo.is

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt eða ef þú hefur einhverjar spurningar, vinsamlegast hafðu samband við rannsakandann: emj33@hi.is eða í síma 7645458

Aðrar fréttir

Ísabella Ögn nýr meðstjórnandi

Á síðasta aðalfundi Endósamtakanna var Hanna Karen Stefánsdóttir kjörin meðstjórnandi samtakanna. Hún þurfti því miður að hverfa frá störfum í sumar og vilja Endósamtökin þakka

Lesa meira »