Ísabella Ögn nýr meðstjórnandi

Á síðasta aðalfundi Endósamtakanna var Hanna Karen Stefánsdóttir kjörin meðstjórnandi samtakanna. Hún þurfti því miður að hverfa frá störfum í sumar og vilja Endósamtökin þakka henni kærlega fyrir vel unnin störf.

Samkvæmt starfsreglum stjórnar var kosið um nýjan meðstjórnanda á stjórnarfundi Endósamtakanna 8. september sl. Þar var Ísabella Ögn Þorsteinsdóttir kjörinn nýr meðstjórnandi samtakanna og mun hún sitja fram að næsta aðalfundi.

Við bjóðum Ísabellu hjartanlega velkomnar í hópinn og hlökkum til samstarfsins við hana.

Aðrar fréttir

Legkökur Lindu

Linda Hrönn Björgvinsdóttir hefur vakið mikla athygli á aðventunni fyrir frumlegt og skemmtilegt framtak. Hún tók upp á því að baka og selja óhefðbundnar kökur

Lesa meira »