Opinn viðtalstími í maí

Í mars bjóðum við upp á opinn viðtalstíma við Sigríði Höllu, varaformann samtakanna.

Við höldum áfram að bjóða upp á opna viðtalstíma við stjórnarkonur samtakanna. 

Í stjórn Endósamtakanna sitja konur með mikla reynslu af endómetríósu og baráttunni sem henni fylgir. Við bjóðum upp á spjall í von um að hjálpa meðlimum samtakanna að fóta sig í þessari vegferð og finna að þær séu ekki einar.

Miðvikudaginn 21. maí, milli kl. 12 og 15 bjóðum við upp á opinn viðtalstíma við Sigrúnu Erlu Karlsdóttur, varastjórnarkonu Endósamtakanna
Sigrún Erla hefur meðal annars reynslu af: 

  • Endó og IBS.
  • Endurhæfingalífeyri og örorku.
  • Mataræði og næringu með endó.
  • Skertri starfsgetu og því að detta út af vinnumarkaði.
  • Átröskunum.

Sigrún Erla hefur einnig setið í varastjórn Endósamtakanna til margra ára og hefur mikla reynslu af starfi og baráttu samtakanna.

Fyrir hverja eru viðtalstímarnir?
Opnu viðtalstímarnir eru fyrir alla meðlimi Endósamtakanna. Þeir henta t.d. einstaklingum sem eru með formlega greiningu, þeim sem eiga enn eftir að fá greiningu eða eru í greiningarferli, aðstandendum, foreldrum og öllum sem hafa spurningar tengdar endómetríósu og því sem sjúkdómnum fylgir.

Hvar fara viðtölin fram? Viðtölin fara fram í húsnæði Endósamtakanna í Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Nóg er að mæta á staðinn milli 12 og 15.

Einnig er hægt að hringja í síma samtakanna, 554-4001, og fá símaviðtal, eða panta símtal með því að senda tölvupóst á netfangið endo@endo.is.

Við vonum að sem flestir meðlimir samtakanna nýti sér þessa opnu viðtalstíma. Saman erum við sterkari.

Við munum svo bjóða upp á opna viðtalstíma í hverjum mánuði og verða þeir auglýstir síðar.

Aðrar fréttir