Yfir 5000 undirskriftir afhentar heilbrigðisráðherra

Í dag, 10. apríl, afhentu Endósamtökin Ölmu D. Möller, heilbrigðisráðherra undirskriftirnar sem söfnuðust í átakinu Þetta er allt í hausnum á þér”.

Yfir 5000 einstaklingar skrifuðu undir ákall samtakanna og kölluðu þannig eftir að:

  1. Heilbrigðisstarfsfólk hlusti á konur og fólk með endó og geri ekki lítið úr reynslu þeirra.
  2. Stjórnvöld setji aukið fjármagn í úrræði fyrir konur og fólk með endó.
  3. Biðin eftir greiningu á endó sé stytt og að kerfið grípi fólk fyrr.

Endósamtökin áttu fund með heilbrigðisráðherra í morgun þar sem hún fékk afhentar undirskriftirnar ásamt því að eiga gott og gagnlegt samtal við samtökin um stöðuna í þjónustu við konur og fólk með endó og hvað samtökin telja mikilvægt að gera til að bæta þjónustu við þennan hóp.

Við þökkum öllum þeim sem skrifuðu undir ákallið innilega fyrir mikilvægan stuðning og þökkum heilbrigðisráðherra fyrir að taka á móti okkur og fyrir samtalið.

Við trúum því að þetta ákall hvetji stjórnvöld til þess að ráðast í mikilvægar umbætur og vonum að þetta leiði einnig til skoðunar á þeim móttökum sem konur fá oft í heilbrigðiskerfinu.

Aðrar fréttir