Endómars er alþjóðlegur mánuður tileinkaður vitundarvakningu um endómetríósu.
Í Endómars 2025 verðum við með tvö partý til heiðurs meðlimum samfélagsins okkar, enda er mikilvægt að muna að þrátt fyrir að málefnið sé þungt og stundum krefjandi þá getur líka verið skemmtilegt að vera í samfélagi sem einkennist af baráttuhug og samstöðu.
Báðir viðburðirnir eru opnir öllum og frítt inn. Við hvetjum sérstaklega meðlimi samtakanna til að mæta og taka með sér vini og fjölskyldu.
Viðburðir ENDÓMARS
Endópartý - þriðjudaginn 11. mars, kl. 17-19 á Kaffi Laugalæk

Hefjum Endómars 2025 saman með endópartýi.
Endópartýið er haldið á Kaffi Laugalæk þriðjudaginn 4. mars, milli kl. 17 og 19.
Sigurvegari í hugmyndasamkeppni Endósamtakanna, undir yfirskriftinni „Þetta er allt í hausnum á þér“ verður tilkynntur.
Hin eina sanna Birna Rún mun halda uppi fjörinu með skemmtilegu uppistandi 

Við munum einnig svipta hulunni af nýrri vitundarvakningu Endósamtakanna ásamt því að kynna nýjan varning.
Boðið verður upp á léttar veitingar og veglegir gjafapokar eru í boði fyrir fyrstu 20 gestina í boði ELEVEN Australia – (www.rvkwarehouse.is) 

Komið og skálið með okkur fyrir Endómars 2025.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Hlökkum til að sjá ykkur!
ÁHORFSPARTÝ - þriðjudaginn 11. mars - Sigtúni 42

Fyrir ári síðan frumsýndu Endósamtökin heimilda- og fræðslumyndina Tölum um ENDÓ – ekki bara slæmir túrverkir.
Nú er komið að því að myndin verður sýnd á RÚV og að því tilefni bjóðum við í áhorfspartý.
Vinum og velunnurum samtakanna er boðið í áhorfspartý, þriðjudaginn 11. mars í Mannréttindahúsinu, Sigtúni 42.
Húsið opnar kl. 19:30 og sýning á myndinni hefst kl. 20:05.
Húsið opnar kl. 19:30 og sýning á myndinni hefst kl. 20:05.
Þessi viðburður er frír.
Dominos styrkir þennan viðburð með pizzaveislu og samtökin bjóða upp á drykki og góða stemningu.
Dominos styrkir þennan viðburð með pizzaveislu og samtökin bjóða upp á drykki og góða stemningu.
Komið og njótið með okkur. Öll eru hjartanlega á þennan viðburð, en við biðjum ykkur að skrá ykkur til þess að við getum áætlað magn í veitingar.
Skráning hér: https://forms.gle/pPhTka4NxAFeqZSw7