Fyrirlestur: Hvernig getur sálfræðimeðferð hjálpað endó-konum og kvárum?

Anna Guðrún Guðmundsdóttir heldur fyrsta fyrirlestur ársins hjá Endósamtökunum 28. janúar.

Endósamtökin kynna fyrsta viðburð ársins.

Anna Guðrún, sálfræðingur í endóteymi Landspítalans, heldur fyrirlestur fyrir meðlimi Endósamtakanna þriðjudaginn 28. Janúar kl. 19:30. Fyrirlesturinn fer fram í húsnæði samtakanna, í Sigtúni 42, en einnig er hægt að taka þátt rafrænt.

Skráning á viðburðinn fer fram hér: https://forms.gle/UdGm7pWofMRyF8sk7

Í fyrirlestrinum leitast Anna Guðrún við að svara spurningunni; hvernig getur sálfræðimeðferð hjálpað endó-konum og kvárum?

Hún mun einnig fjalla um verki, hvernig sálfræðimeðferð við langvinnum verkjum fer fram og hvaða ávinningur slík meðferð getur haft. Að auki mun hún kynna hvað felst í starfi hennar í endóteymi Landspítalans.

Um Önnu Guðrúnu

Anna Guðrún er fyrsti sálfræðingur endóteymisins á Landspítalanum, en staða sálfræðings í teyminu var meðal annars búin til vegna ákalls frá Endósamtökunum.  Anna Guðrún lauk BS-gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands 2017 og MS-gráðu í klínískri sálfræði frá Háskóla Íslands 2020. Áður starfaði Anna Guðrún sem sálfræðingur í þunglyndis- og kvíðateymi geðsviðs Landspítala (2021-2024) og geðteymi fullorðinna á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (2020-2021). 

Athugið, þessi fyrirlestur er aðeins fyrir meðlimi Endósamtakanna.

Aðrar fréttir