Opnir viðtalstímar við stjórnarkonur Endósamtakanna

Í vetur munu Endósamtökin bjóða aftur upp á opna viðtalstíma við stjórnarkonur samtakanna í hverjum mánuði.

Í stjórn Endósamtakanna sitja konur með mikla reynslu af endómetríósu og baráttunni sem henni fylgir. Við bjóðum upp á spjall í von um að hjálpa meðlimum samtakanna að fóta sig í þessari vegferð og finna að þær séu ekki einar.

Opnu viðtalstímarnir henta einstaklingum sem eru með formlega greiningu, þeim sem eiga enn eftir að fá greiningu, aðstandendum, foreldrum og öllum sem hafa spurningar tengdar endómetríósu og öllu sem sjúkdómnum fylgir.

Viðtölin fara fram í húsnæði Endósamtakanna í Sigtúni 42, 105 Reykjavík.
Einnig verður hægt að panta símtal á þessum tíma með því að senda tölvupóst á endo@endo.is.

Við vonum að sem flestir meðlimir samtakanna nýti sér þessa opnu viðtalstíma. Saman erum við sterkari!

Viðtalstímarnir eru eftirfarandi:

OKTÓBER
Sigríður Halla – varaformaður Endósamtakanna.
23. október milli kl. 14 og 17.
Sigríður hefur meðal annars reynslu af

  • aðgerðum erlendis,
  • endó á öðrum stöðum (þind/þvagblöðru),
  • baráttu við kerfið og endurgreiðslu á aðgerð erlendis.

NÓVEMBER
Eyrún Telma – meðstjórnandi Endósamtakanna
12. nóvember milli kl. 12 og 15.
Eyrún hefur meðal annars reynslu af:

  • adenomyosis,
  • endómetríósu á kviðarholi, á ristli, eggjastokkum og þvagblöðru,
  • skertri starfsgetu og að detta út af vinnumarkaði,
  • ófrjósemi og frjósemismeðferðum.

DESEMBER
Karen Ösp – gjaldkeri Endósamtakanna
10. desember, milli kl. 11 og 15.
Karen hefur meðal annars reynslu af: 

  • legnámi,
  • eggjastokkabrottnámi,
  • adenomyosis,
  • blæðingum frá unga aldri,
  • hormónamígreni,
  • gigt,
  • ófrjósemi.

Aðrar fréttir

Þurfum við að tala um endó?

Endósamtökin og Silfra Productions frumsýna í dag, þriðjudaginn 16. apríl, nýja íslenska heimildarmynd um endómetríósu. Myndin er sýnd í Bíó Paradís og heitir: Tölum um

Lesa meira »