Stuðningshópur fyrir fólk sem á erfitt með að stunda vinnu vegna endómetríósu​

Við auglýsum eftir þátttakendum í stuðningshóp - hefst í september

 Ert þú með endómetríósu og átt erfitt með að stunda vinnu vegna sjúkdómsins? Hefur þú farið í veikindaleyfi, verið í endurhæfingu eða dottið tímabundið eða alfarið út af vinnumarkaði?

Endósamtökin auglýsa eftir þátttakendum í stuðnings- og fræðsluhóp. Hópurinn mun hittast í 6 skipti, á þriðjudögum frá 14:30-16, í Sigtúni 42 frá og með þriðjudeginum 24. september.

Markmið hópsins er að styðja við fólk með endómetríósu og að þátttakendur kynnist öðrum með svipaða reynslu sem einnig glíma við sjúkdóminn. Hópurinn er fyrir meðlimi Endósamtakanna á öllum aldri, og er þátttaka gjaldfrjáls.

Skráning fer fram í gegnum netfangið: endo@endo.is

Oddný Jónsdóttir, félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur, og Lilja Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi og formaður Endósamtakanna, leiða hópinn.

Athugið, takmarkað pláss! 

Þessi stuðningshópur er styrktur af Heilbrigðisráðuneytinu.

Aðgengi
Hóparnir fara fram í Mannréttindahúsinu í Sigtúni 42. Þar er mjög gott aðgengi fyrir hreyfihamlað fólk að öllum rýmum, þar með talið að salerni. 

Ef þú hefur fyrirspurn um aðgengi eða þarft sértækan stuðning til að geta tekið þátt, endilega hafðu samband á endo@endo.is.

Aðrar fréttir

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2023

Nú er búið að loka fyrir áheitasöfnnun á hlauparana okkar í Reykjavíkurmaraþoninu. Við erum orðlausar yfir öllu fólkinu sem hljóp fyrir okkur en samtals fóru 33 hlauparar af stað fyrir hönd Endósamtakanna. Þetta er stærsta árið okkar til þessa og við springum út stolti! Eins slógum við met í söfnuninni sem er okkur algjörlega ómetanlegt.

Lesa meira »