Birta Ýr Jónasdóttir hlýtur styrk úr Elsusjóð

Þann 19. júní síðastliðinn fór fram þriðja úhlutun í Elsusjóði og hlaut Birta Ýr Jónasdóttir styrk í ár. Birta Ýr er 25 ára og stundar nám í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands.

Styrkir úr Elsusjóði eru veitir einstaklingum sem stunda háskólanám og eru með sjúkdóminn endómetríósu. Hugsunin að baki sjóðnum er að ástundun náms getur reynst snúnara fyrir einstaklinga með endó en fullheilbrigðum, námið getur orðið slitrótt og tekið lengri tíma. Þetta getur aftur haft áhrif á fjármögnun námsins með námslánum. Sjóðnum er ætlað að bæta þetta upp eins og hægt er. Árlega er opnað fyrir umsóknarferli í apríl og úthlutað úr sjóðnum í júní.

Elsusjóður var stofnaður árið 2021 með dánargjöf frá Elsu Guðmundsdóttur. Elsa fæddist í Reykjavík 25. september 1956 og var í doktorsnámi í umhverfisþróunarfræði er hún féll frá 10. janúar 2019. Stofnfé sjóðsins var 10 milljónir króna. 

Einnig tók ný stjórn til starfa fyrir Elsusjóð. Guðfinna Birta Valgeirsdóttir hefur tekið við sem formaður Elsusjóðs og tekur hún við af Björgólfi Þorsteinssyni. Björgólfur hefur verið formaður Elsusjóðs frá stofnun árið 2021. Lilja Guðmundsdóttir, formaður Endósamtakanna, og Guðrún Guðmundsdóttir halda áfram í stjórn Elsusjóðs sem meðstjórnendur. 

Við óskum Birtu Ýri innilega til hamingju með styrkinn og hlökkum til áframhaldandi samstarfs við Elsusjóð við að styðja einstaklinga með endómetríósu til náms. 

Aðrar fréttir

Úthlutað úr Elsusjóði

Þann 13. júní síðastliðinn fór fram önnur úhlutun í Elsusjóði.  Styrkir úr Elsusjóði eru veitir einstaklingum sem stunda háskólanám og eru með sjúkdóminn endómetríósu. Hugsunin

Lesa meira »

Fréttir af aðalfundi

Aðalfundur Endósamtakanna fór fram þriðjudaginn 25. apríl kl.20 í húsakynnum samtakanna að Sigtúni 42. Fundinum var streymt og fengu félagar í samtökunum hlekk í tölvupósti

Lesa meira »