Aðalfundur Endósamtakanna

Aðalfundur Endósamtakanna fór fram þriðjudaginn 30. apríl síðastliðinn.

Aðalfundur Endósamtakanna fór fram þriðjudaginn 30. apríl síðastliðinn í húsakynnum samtakanna að Sigtúni 42. Fundinum var einnig streymt á netinu og var fundarboð  sent út tveimur vikum fyrir fundinn með tölvupósti og á samfélagsmiðlum.

Fundarstjóri, ritari og atkvæðateljari voru kjörnir í upphafi fundar. Fundarstjóri var Eyrún Telma, fundarritari var Kristjana Kristjánsdóttir og atkvæðateljari var Anna Margrét.

Lilja Guðmundsdóttir, formaður stjórnar Endósamtakanna fór yfir skýrslu stjórnar og snerti þar á helstu verkefnum síðasta starfsárs á borð við Endómars, frumsýningu á heimildamyndinni Tölum um ENDÓ, aukið samtal við heilbrigðiskerfið og margt fleira. 

Karen Ösp Friðriks, gjaldkeri samtakanna, fór yfir ársreikning og var hann samþykktur af fundinum. 

Til kosninga voru embætti formanns, ritara og meðstjórnanda. Sitjandi stjórnarkonur gáfu kost á sér til áframhaldandi setu og engin mótframboð bárust. Stjórn Endósamtakanna fyrir starfsárið 2024-2025 er því eftifarandi:

Formaður: Lilja Guðmundsdóttir.
Varaformaður: Sigríður Halla Magnúsdóttir.
Gjaldkeri: Karen Ösp Friðriksdóttir.
Ritari: Kristjana Kristjánsdóttir.
Meðstjórnandi: Eyrún Telma Jónsdóttir.

Fjórar félagskonur bættust við varastjórn, þær Lovísa Sól Sveindóttir, Hólmfríður Sigurðardóttir, Arnrún María Magnúsdóttir og Ísabella Ögn Þorsteinsdóttir. 
Auk þeirra sitja áfram í varastjórn Ingibjörg Elísabet Garðarsdóttir, Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir, Steinunn Birta Ólafsdóttir, Sigrún Erla Karlsdóttir, Ásdís Elín Jónsdóttir, María Dís Ólafsdóttir.

Endósamtökin óska nýjum meðlimum í varastjórn til hamingju með kjörið og hlakka til komandi starfsárs með þessum góða og öfluga hópi.

 

 

 

Aðrar fréttir