Dagskrá Endómars 2024
Nú styttist í hápunkt ársins hjá okkur – Endómars 2024.
Endómars er mánuður tileinkaður vitundarvakningu um endómetríósu og í ár ber mánuðurinn yfirskriftina Lifum lífinu – með endó.
Endómetríósa er krónískur sjúkdómur sem getur haft víðtæk áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu einstaklinga. Það er þó margt hægt að gera til að draga úr áhrifum sjúkdómsins og auka lífsgæði þeirra sem lifa með honum. Endó er ekki endastöð!
Viðburðir í Endómars 2024 miða allir að því að bæta í verkfærakistu fólks með endó, stuðla að samtali og samstöðu og síðast en ekki síst, skemmta okkur saman.
Viðburðirnir eru opnir öllum og við hvetjum ykkur til að mæta, fræðast og fagna með okkur.
Meðlimir Endósamtakanna fá frítt inn á alla viðburði, aðrir greiða mjög hóflegt gjald.
Kynnið ykkur dagskrá Endómars 2024 hér að neðan.
Previous slide
Next slide