Endósamtökin auglýsa stöðu framkvæmdastjóra lausa til umsóknar

Endósamtökin auglýsa stöðu framkvæmdastjóra lausa til umsóknar. Um er að ræða 60% starfshlutfall með sveigjanlegum vinnutíma. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Stjórn Endósamtakanna mun vinna náið með starfsmanninum.

Endósamtökin auglýsa stöðu framkvæmdastjóra lausa til umsóknar. Um er að ræða 60% starfshlutfall með sveigjanlegum vinnutíma. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Stjórn Endósamtakanna mun vinna náið með starfsmanninum.

Helstu verkefni og ábyrgð
Umsjón með heimasíðu og samfélagsmiðlum
Móttaka á skrifstofu
Gerð fræðsluefnis í nánu samstarfi við stjórn samtakanna
Skipulag og utanumhald á viðburðum samtakanna
Ritun styrkumsókna í samstarfi við stjórn
Önnur verkefni sem stjórn telur mikilvæg hverju sinni
Ferðir á ráðstefnur hér á landi sem og erlendis eftir samkomulagi við aðalstjórn
Samskipti við félaga samtakanna
 
Menntunar- og hæfniskröfur
Stúdentspróf skilyrði
Góð kunnátta á Canva er skilyrði
Kunnátta á InDesign er kostur en ekki skilyrði
Þekking á endómetríósu er góður kostur en ekki skilyrði
Góð hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði
Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði
Háskólamenntun sem nýtist í starfi kostur
Góð kunnátta á WordPress er skilyrði
 

Umsækendur eru beðnir um að senda ferliskrá, prófskírteini og kynningarbréf með umsókninni.  

Nánari upplýsingar um starfið fást með því að senda póst á endo@endo.is

Hægt er að sækja um starfið í gegnum Alfreð. 

Aðrar fréttir

Úthlutað úr Elsusjóði

Þann 13. júní síðastliðinn fór fram önnur úhlutun í Elsusjóði.  Styrkir úr Elsusjóði eru veitir einstaklingum sem stunda háskólanám og eru með sjúkdóminn endómetríósu. Hugsunin

Lesa meira »