Endósamtökin auglýsa stöðu framkvæmdastjóra lausa til umsóknar. Um er að ræða 60% starfshlutfall með sveigjanlegum vinnutíma. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Stjórn Endósamtakanna mun vinna náið með starfsmanninum.
Helstu verkefni og ábyrgð
Umsjón með heimasíðu og samfélagsmiðlum
Móttaka á skrifstofu
Gerð fræðsluefnis í nánu samstarfi við stjórn samtakanna
Skipulag og utanumhald á viðburðum samtakanna
Ritun styrkumsókna í samstarfi við stjórn
Önnur verkefni sem stjórn telur mikilvæg hverju sinni
Ferðir á ráðstefnur hér á landi sem og erlendis eftir samkomulagi við aðalstjórn
Samskipti við félaga samtakanna
Menntunar- og hæfniskröfur
Stúdentspróf skilyrði
Góð kunnátta á Canva er skilyrði
Kunnátta á InDesign er kostur en ekki skilyrði
Þekking á endómetríósu er góður kostur en ekki skilyrði
Góð hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði
Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði
Háskólamenntun sem nýtist í starfi kostur
Góð kunnátta á WordPress er skilyrði
Umsækendur eru beðnir um að senda ferliskrá, prófskírteini og kynningarbréf með umsókninni.
Nánari upplýsingar um starfið fást með því að senda póst á endo@endo.is
Hægt er að sækja um starfið í gegnum Alfreð.