Sjúkratryggingar Íslands og Klíníkin semja um aðgerðir á endómetríósu

Tekið hefur í gildi samningur á milli Sjúkratryggingar Íslands og Klíníkarinnar um aðgerðir á fólki með endómetríósu. Um er að ræða aðgerðir á Klíníkinni sem Jón Ívar Einarsson, endómetríósulæknir, framkvæmir. Samningurinn hefur nú þegar verið tekinn í gildi.

Haft er eftir Lilju Guðmundsdóttur, formanni samtakanna í viðtali við Fréttablaðið:

„Við vonum að þessi samningur sé kominn til að vera og erum gríðar­lega á­nægð með að ráð­herra hafi tekið mark á því sem við höfum verið að benda á,“ segir Lilja en sam­kvæmt samningi mun fólk með endó­metríósu geta farið í þær að­gerðir sem þau þurfa á að halda bæði hjá Klíníkinni og hjá Land­spítalanum.

Samtökin fagna þessum mikilvæga árangri í baráttu endófólks. Við höfum til skoðunar mál þeirra kvenna sem hafa nú þegar greitt fyrir aðgerðina úr eigin vasa. Við munum upplýsa ykkur um stöðu mála um leið og við vitum meira.

Eftirfarandi umfjallanir um málið má lesa hér:

Grein heilbrigðisráðherra

Grein Höllu Signýjar þingkonu

Viðtal við Lilju Guðmundsdóttur, formann samtakanna

Aðrar fréttir

Fréttir af aðalfundi

Aðalfundur Endósamtakanna fór fram þriðjudaginn 25. apríl kl.20 í húsakynnum samtakanna að Sigtúni 42. Fundinum var streymt og fengu félagar í samtökunum hlekk í tölvupósti

Lesa meira »